Verzlanahöllin
Verzlanahöllin
Verzlanahöllin er 500fm björt og opin básaleiga í hjarta 101 Reykjavík. Í Verzlanahöllinni eru 166 básar sem fólk getur leigt til að selja fatnað og hluti af eigin heimilum. Inngangurinn í Verzlanahöllina er frá Grettisgötu, beint á móti Grettisgötu 6, þar eru einnig 5 sérmerkt bílastæði fyrir viðskiptavini og básaleigjendur. Mæðgurnar þrjár stofnuðu Verzlanahöllina í desember 2020 og vinna þar alla daga, með dyggri hjálp fjölskyldumeðlima. Hún hefur blómstrað allar götur síðan og er fljótt orðin ómissandi partur af miðbæjarmenningu Reykjavíkur. Fjöldinn allur af fólki heimsækir Verzlanahöllina dag hvern. Verzlanahöllin er þekkt fyrir hlýlegt andrúmsloft, persónulega og góða þjónustu, góða aðstöðu fyrir básaleigjendur og hreinlæti. Verzlanahöllin er fjölskyldufyrirtæki eins og þau gerast best. Í Verzlanahöllinni færðu allt fyrir alla!
Verzlanahöllin

Fullt starf í Verzlanahöllinni

Við leitum að þjónustulundaðri og jákvæðri manneskju til að vinna í Verzlanahöllinni í sumar. Verzlanahöllin er björt og opin 500fm básaleiga fyrir notaðar vörur og muni og iðar af lífi hvern dag.

Vinnutími fyrir fullt starf er frá 9.45-18.15 alla virka daga og frá 10:45-17:15 tvo laugardaga í mánuði, eða eftir samkomulagi.

Við leitum að umsækjendum sem hafa áhuga á umhverfismálum, endurvinnslu og endurnýtingu, eru fljót að hugsa og læra. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst, sé 25 ára eða eldri og tali íslensku eða ensku. Kostur er er umsækjandi talar pólsku eða spænsku að auki, en ekki skilyrði.

Umsóknir skal senda gegnum vef Alfreðs.

Við hvetjum öll kyn til að sækja um starfið.

Unnið er úr umsóknum um leið og þær berast inn.

----

We are looking for a service oriented and positive person to work in Verzlanahöllin this summer. Verzlanahöllin is a bright and open 500 square metre secondhand store where people rent booths to sell their gently used items. It is a busy and fun store that is buzzing with life each day.

Full time hours are from 9:45-18:15 every weekday and from 10:45-17:15 two saturdays a month, or based on agreement with the employee.

We are looking for someone who is environmentally conscious and is interested in reusing and recycling, is quick thinking and learns quickly. It is ideal that you could start working as soon as possible, are 25 years old or older and speak Icelandic or English. A bonus if you also speak Polish or Spanish, but not a requirement.

Applications are accepted through Alfreð.

We welcome everyone to apply and treat everyone equally.

We will begin to process applications as soon as they come in.

Helstu verkefni og ábyrgð
Afgreiðsla í verslun
Frágangur í verslun
Aðstoð við básleigjendur og viðskiptavini
Almenn tiltekt
Menntunar- og hæfniskröfur
Þjónustulund
Jákvæðni
Stundvísi
Frumkvæði
Talar íslensku/ensku
Fríðindi í starfi
Ókeypis básaleiga
Auglýsing stofnuð11. maí 2022
Umsóknarfrestur19. maí 2022
Starfstegund
Staðsetning
Laugavegur 26, 101 Reykjavík
Hæfni
PathCreated with Sketch.AfgreiðslaPathCreated with Sketch.Fljót/ur að læraPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.