

Sumarstarf í þjónustuveri á Akranesi
Fjölbreytt og skemmtilegt starf
Ritari leitar eftir jákvæðum og drífandi einstaklingum í afleysingu í þjónustuveri hjá fyrirtækinu á Akranesi í sumar.
Í starfinu felst þjónusta við fjölda fyrirtækja og viðskiptavina. Það er í formi símsvörunar, bókana, úthringinga, og annarra tilfallandi verkefna.
Mjög fjölbreytt starf í skemmtilegu umhverfi.
Leitað er eftir starfsmönnum í 60-100% stöðu bæði á dagvinnutíma milli kl. 8:00 og 18:00 og á tilfallandi kvöld og helgarvaktir.
Ritari býður upp á heildarlausnir í skrifstofurekstri. Við leitumst við að aðstoða fyrirtæki og rekstraraðila við að ná fram hagræðingu og hagkvæmni í rekstri. Við leggjum áherslu á góða persónulega þjónustu, gagnkvæmt traust og góð samskipti.
Við sérhæfum okkur á sviði ritaraþjónustu, símsvörunar, úthringinga og bókhaldsþjónustu.
- Símsvörun
- Tímabókanir
- Skráningarvinna
- Úthringingar
- Tilfallandi ritarastörf
- Góð íslenskukunnátta bæði í ritun og tali
- Góð enskukunnátta bæði í ritun og tali
- Lipurð í mannlegum samskiptum
- Rík þjónustulund
- Dugnaður, frumkvæði og jákvæðni.













