

Sumarstarf í lágspennuverkefnum
COWI leitar að öflugum og framsýnum háskólanemum til að fást við verkefni á sviði smá- og lágspennu í sumar. Í þessu starfi munt þú fá að kynnast helstu þáttum er snúa að hönnun á smá- og lágspennukerfum. Því hentar bakgrunnur í rafmagnsverkfræði, rafmagnstæknifræði eða rafiðnfræði sérstaklega vel. Ofan á það erum við að leita af fólki sem getur unnið í teymi, sýnir frumkvæði í starfi og brennur fyrir því sem það er að gera. Þú verður hluti af rafmagnsdeild (e. Electrical) COWI en hún fæst við fjölbreytt verkefni sem snúa að bygginga-, iðnaðar-, orku og innviðaverkefnum s.s. hönnun á hátæknirannsóknabyggingu, skólabyggingu, hönnun á dreifiveitum í borg og bæjum landsins sem og eftirliti á nýju hátæknisjúkrahúsi, eftirliti með uppsetningu á vindmyllum eða eftirliti með uppsetningu á háspennubúnaði fyrir dreifikerfi landsins.
Markmið COWI með sumarstörfum er að byggja upp framtíðarstarfsfólk og undanfarin ár hafa yfir 60% af sumarstarfsfólkinu verið áfram hjá okkur í einhverri mynd. Hjá COWI starfa sérfræðingar um allan heim og eru boðleiðir stuttar í fjölbreytt þekkingarnet innan samstæðunnar. Þetta er því spennandi tækifæri til að öðlast reynslu í alþjóðlegu umhverfi og kynnast því hvernig það er að vinna á verkfræðistofu.
- Öflugt mötuneyti með morgunmat, hádegismat og síðdegishressingu á skrifstofu okkar í Kópavogi.
- Bootcamp í hádeginu þrjá daga í viku í Kópavogi.
- Samgöngustyrkur fyrir aðra samgöngumáta en einkabifreið.
- Líkamsræktar- og sturtuaðstaða í Kópavogi.
- Viðburðir á vegum öflugs starfsmannafélags.
Enska
Íslenska










