Sumarstörf - Kópavogsbær
Sumarstörf - Kópavogsbær
Sumarstörf - Kópavogsbær

Sumarstarf í Kópasteini

Leikskólinn Kópasteinn óskar eftir liðsauka í skemmtilegt sumarstarf. Leitað er að ábyrgum og jákvæðum einstakling sem á auðvelt með mannleg samskipti.

Kópasteinn tók til starfa árið 1964. Skólinn er 5 deilda skóli í tveimur húsum með 98 börn á aldrinum 1 - 5 ára. Starfað er eftir Aðalnámskrá leikskóla, með áherslu á lífsleikni, tónlist og málrækt. Gaman saman er einkunnarorð skólans og endurspeglar það starfið og gildi leikskólans.

Heimasíða Kópasteins

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þátttaka í leik og starfi.
  • Sinnir þeim verkefnum er varða uppeldi og menntun barnanna sem yfirmaður felur honum.
  • Samskipti við foreldra og forráðamenn barna.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Umsækjendur þurfa að vera 18 ára eða eldri.
  • Góð samskiptahæfni.
  • Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð.
  • Íslenskukunnátta nauðsynleg.
Auglýsing birt13. febrúar 2025
Umsóknarfrestur15. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hábraut 1, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar