Sumarstörf - Kópavogsbær
Sumarstörf - Kópavogsbær
Sumarstörf Kópavogsbær
Sumarstörf - Kópavogsbær

Sumarstarf í íbúðakjarna fyrir fatlaða

Velferðarsvið Kópavogs óskar eftir sumarstarfsfólki til starfa í fjölbreytt og skemmtilegt starf í íbúðakjarna fyrir fatlað fólk.

Í Dimmuhvarfi búa 6 einstaklingar með einhverfu og skyldar raskanir. Unnið er eftir hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og þjónandi leiðsögn.

Um er að ræða fullt starf í blandaðri vaktavinnu á tímabilinu 15. maí til 31. ágúst 2023.

Fjölbreytt og krefjandi verkefni á skemmtilegum vinnustað.

Helstu verkefni og ábyrgð
Einstaklingsmiðaður, persónulegur stuðningur við allar athafnir daglegs lífs, bæði heima við sem og í námi, leik og starfi
Vera góð fyrirmynd
Stuðla að auknu sjálfstæði íbúa og samfélagsþátttöku
Taka þátt í meðferð sem miðar að því að minnka ögrandi hegðun íbúa
Samvinna við hæfingarstöð, samstarfsfólk og aðstandendur
Menntunar- og hæfniskröfur
Góð íslenskukunnátta
Reynsla af vinnu með fötluðu fólki er kostur
Hæfni í samskiptum og samstarfshæfileikar
Framtakssemi, sjálfstæði og frumkvæði í starfi
Jákvæðni og sveigjanleiki í starfi
Auglýsing stofnuð1. mars 2023
Umsóknarfrestur31. mars 2023
Starfstegund
Staðsetning
Dimmuhvarf 2, 203 Kópavogur
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.SamvinnaPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.