
Stracta Hótel
Stracta Hótel er fjölskyldurekið fyrirtæki staðsett á Hellu sem er í rúmlega klukkustundar akstursfjarlægð frá Reykjavík. Hótelið skartar 148 gistieiningum í fimm gæðaflokkum, líkamsræktaraðstöðu með gufu- og pottasvæði utandyra. Á hótelinu eru tveir veitingastaðir, bar og verslun þar sem íslensk gæða framleiðsla og hönnun eru ávallt höfð í fyrirrúmi.
Við leggjum metnað í persónulega og vandaða þjónustu þar sem samheldni og jákvæður starfsandi skipta miklu máli. Markmið okkar er að skapa góða upplifun fyrir bæði gesti og starfsfólk.
Hótelið er miðsvæðis á Suðurlandi, með stuttan aðgang að einstökum náttúruperlum eins og Vestmannaeyjum, Eyjafjallajökli, Þórsmörk, Landmannalaugum og hinum vinsæla Gullna hring. Frábær staður til að starfa og njóta náttúrunnar í leiðinni!

Sumarstarf í gestamóttöku
Hótel Stracta á Hellu leitar að jákvæðum og þjónustulunduðum einstaklingi til að ganga til liðs við öflugt teymi okkar í gestamóttöku yfir sumartímann.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Móttaka og innritun gesta
-
Upplýsingagjöf og aðstoð við gesti
-
Símsvörun og afgreiðsla bókana
-
Samvinna við önnur deildir hótelsins
-
Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
-
Góð þjónustulund og jákvætt viðmót
-
Skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð
-
Góð enskukunnátta (önnur tungumál kostur)
-
Reynsla úr sambærilegu starfi
-
Góð tölvufærni (reynsla af bókunarkerfum er kostur)
Auglýsing birt2. apríl 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Gaddstaðir 164955, 850 Hella
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Gestamóttaka - Sumarstarf
Radisson Blu 1919 Hotel

Server and Bartender
Hard Rock Cafe

CityHost (receptionist)
CityHub Reykjavik

Verkefnastjóri rekstrar
Lamb Inn Öngulsstöðum

Starfsmaður í móttöku/Receptionist
Greenhouse í Hveragerði

Karlmaður í sumarafleysingastöðu
Eyjafjarðarsveit

Front Office Supervisor
The Reykjavik EDITION

Volcano Express Ambassador / Full time
Volcano Express

Hveragarðurinn Hveragerði auglýsir eftir sumarstarfsfólki
Hveragerðisbær

Volcano Express Ambassador / Part time
Volcano Express

Sumarstarf í móttöku - Student Hostel
Student Hotel

Þjónustufulltrúi / Service Agent
Campeasy