Suðurnesjabær
Suðurnesjabær

Sumarstarf í dagdvöl aldraðra

Suðurnesjabær leitar að metnaðarfullum og duglegum einstakling í sumarstarf í dagdvöl aldraðra með möguleika á framtíðarstarfi. Um er að ræða 50-100% stöðugildi í dagvinnu.

Markmiðið með þjónustunni er að styðja aldraða einstaklinga til þess að geta búið á eigin heimilum sem lengst og rjúfa félagslega einangrun. Ásamt því að viðhalda og örva einstaklinga til betri andlegrar, líkamlegrar og félagslegrar heilsu. Starfsfólk leitast við að veita öryggi og sinna þörfum hvers og eins.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þjálfun þjónustuþega til að stuðla að auknu sjálfstæði þeirra
  • Aðhlynning og umönnun svo sem böðun og eftirlit með heilsufari
  • Aðstoða þjónustuþega við hreyfingu innandyra sem og utan
  • Aðstoð við félagsstarf og tómstundariðju
  • Aðstoð við heimilishald svo sem þvott, þrif og matseld 
  • Þátttaka í skipulagi og undirbúningi starfsins
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Þekking á málefnum aldraðra og haldgóð starfsreynsla sem nýtist í starfi
  • Hafa gaman að því að starfa með öldruðum
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Sveigjanleiki og þjónustulund
  • Frumkvæði í starfi og jákvæðni
  • Góð íslenskukunnátta
Auglýsing stofnuð1. mars 2024
Umsóknarfrestur17. mars 2024
Staðsetning
Garðbraut 85, 250 Garður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar