
Sólvangur hjúkrunarheimili
Sóltún hóf störf í janúar 2002 og var fyrsta hjúkrunarheimilið á landinu sem fór í einkaframkvæmd. Við bjóðum upp á hjúkrun, heilsueflingu og stuðning en í dag eru rekin tvö hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu, Sóltún í Reykjavík og Sólvangur í Hafnarfirði sem opnaði árið 2019. Auk heimilanna tveggja er boðið upp á heimaþjónustu, endurhæfingu, dagdvöl og dagþjálfun.
Heimilisandi og virðing fyrir einkalífi hvers skjólstæðings er ráðandi í okkar starfi en einnig öryggiskennd íbúanna sem hlýst með sambýli við aðra og sólarhrings hjúkrunarþjónustu.
Athafnir daglegs lífs eru viðfangsefni á hvoru heimili fyrir sig. Áhersla er lögð á þátttöku íbúa og aðstandenda þeirra eftir getu, óskum og vilja hvers og eins.

Sumarstarf í dagdvöl
Á Sólvangi er sérhæfð dagþjálfun fyrir einstaklinga með heilabilun og einnig er þar almenn dagdvöl.
Við leitum að almennu starfsfólki sem hefur áhuga á samskiptum við fólk og er tilbúið að takast á við fjölbreytt, krefjandi og skemmtileg verkefni.
Starfshlutfall og vinnutími samkomulagsatriði.
Skilyrði er að viðkomandi hafi góða íslenskukunnáttu (C1/C2), sé orðinn 18 ára og með hreint sakavottorð.
Helstu verkefni og ábyrgð
Meðal verkefna eru ýmis konar hreyfing, bæði inni og úti, aðstoð við athafnir daglegs lífs og þátttaka í fjölbreyttu hópastarfi.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Færni í mannlegum samskiptum
- Góð íslenskukunnátta
- Jákvæðni og stundvísi
Fríðindi í starfi
- Íþróttastyrkur
- Niðurgreiddur hádegismatur
Nánari upplýsingar
veitir Sigrún Sæmundsdóttir deildarstjóri, í gegnum tölvupóstfangið [email protected].
Auglýsing birt3. apríl 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Sólvangsvegur 2, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
JákvæðniMannleg samskiptiStundvísi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (4)
Sambærileg störf (12)

Óska eftir NPA aðstoðarfólki
NPA miðstöðin

Aðstoðarmanneskja óskast í 102 Reykjavík
NPA miðstöðin

Starfsmaður á heimili fyrir fatlað fólk í sumarafleysingu - Svöluás
Hafnarfjarðarbær

Skemmtilegt sumarstarf í búsetukjarna
Búsetukjarninn Langahlíð

Dagdvöl - Hlutastarf
Sólvangur hjúkrunarheimili

Aðstoðarmaður óskast
NPA notendastýrð persónuleg aðstoð

Áfengis og vímuefnaráðgjafi
Meðferðaheimilið Krýsuvík

Aðstoðarfólk í hlutastarf.
MG Þjónustan

Sumarstarf á heimili fyrir fatlað fólk- Smárahvammur
Hafnarfjarðarbær

Stuðningsaðili á Velferðarsviði
Kópavogsbær

Sumarstarf á heimili fyrir fatlað fólk
Sumarstörf - Kópavogsbær

Starfsfólk óskast í nýjan íbúðarkjarna.
Skrifstofa starfsstöðva og þróunar