Sólvangur hjúkrunarheimili
Sólvangur hjúkrunarheimili
Sólvangur hjúkrunarheimili

Sumarstarf í dagdvöl

Á Sólvangi er sérhæfð dagþjálfun fyrir einstaklinga með heilabilun og einnig er þar almenn dagdvöl.

Við leitum að almennu starfsfólki sem hefur áhuga á samskiptum við fólk og er tilbúið að takast á við fjölbreytt, krefjandi og skemmtileg verkefni.

Starfshlutfall og vinnutími samkomulagsatriði.

Skilyrði er að viðkomandi hafi góða íslenskukunnáttu (C1/C2), sé orðinn 18 ára og með hreint sakavottorð.

Helstu verkefni og ábyrgð

Meðal verkefna eru ýmis konar hreyfing, bæði inni og úti, aðstoð við athafnir daglegs lífs og þátttaka í fjölbreyttu hópastarfi.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Góð íslenskukunnátta
  • Jákvæðni og stundvísi
Fríðindi í starfi
  • Íþróttastyrkur
  • Niðurgreiddur hádegismatur
Nánari upplýsingar

veitir Sigrún Sæmundsdóttir deildarstjóri, í gegnum tölvupóstfangið [email protected].

Auglýsing birt3. apríl 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Sólvangsvegur 2, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Stundvísi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar