

Sumarstarf í afgreiðslu - Reykjavík
Við leitum að metnaðarfullu starfsfólki með ríka þjónustulund í þjónustu- og afgreiðslustörf hjá Bílaleigu Akureyrar á starfsstöðvum fyrirtækisins á höfuðborgarsvæðinu. Starfsstöðvarnar eru í Skútuvogi og Njarðargötu (skammt frá Reykjavíkurflugvelli).
Helstu verkefni eru símsvörun, gerð bókana, útleiga bíla ásamt öðrum tilfallandi verkefnum. Unnið er skv 2-2-3 vaktafyrirkomulagi. Um sumarstarf er að ræða með möguleika á áframhaldandi starfi næsta haust/vetur.
- Móttaka og þjónusta við viðskiptavini
- Útleiga og móttaka á bílum
- Upplýsingagjöf, sala og ráðgjöf til viðskiptavina
- Ferjanir á bílum
- Fjölbreytt tilfallandi verkefni
- Rík þjónustulund
- Góðir samskiptahæfileikar
- Gott vald á íslensku og ensku
- Góð almenn tölvukunnátta
- Bílpróf
- Hafa gaman af lífinu!
Höldur ehf. var stofnað árið 1974 og rekur Bílaleigu Akureyrar, stærstu bílaleigu landsins með um 8.000 bíla flota. Bílafloti leigunnar er bæði stór og fjölbreyttur og hefur fyrirtækið verið leiðandi í kaupum á umhverfisvænum bílum.
Höldur kappkostar að vera framúrskarandi vinnustaður þar sem umhyggja er borin fyrir sérhverjum starfsmanni. Með áherslu á gleði, jafnrétti, gott starfsumhverfi, starfsþróun og góða fyrirtækjamenningu er skapaður eftirsóknarverður vinnustaður.













