Skeljungur ehf
Skeljungur ehf
Skeljungur ehf

Sumarstarf - Fyrirtækjaþjónusta Skeljungs

Skeljungur leitar að jákvæðum, metnaðarfullum og þjónustulunduðum einstaklingi til starfa í fyrirtækjaþjónustu í sumar á starfsstöð félagsins í Skútuvogi 1 og Eyjaslóð í Reykjavík. Kostur er ef viðkomandi getur hafið hlutastarf sem fyrst. Starfið er á Sölusviði og snýst um að sinna viðskiptavinum í gegnum síma, veita þjónustu í verslun fyrirtækisins og aðstoða á reksrarsviði.

Skeljungur sér um dreifingu, innkaup og heildsölu á eldsneyti, smurolíu, hreinsi- og efnavörum, áburði sem og öðrum vörum og þjónustuþátta til fyrirtækja og bænda. Þjónusta og sala til stórnotenda, til útgerða, í flug og verktöku er einnig hluti af starfseminni.

Hjá Skeljungir starfar fjölbreyttur hópur fólks á öllum aldri. Mannauðurinn er mikilvægasta auðlind Skeljungs. Við berum hag starfsmanna fyrir brjósti og viljum vera í fremstu röð hvað varðar réttindi þeirra, öryggi og starfsumhverfi. Í okkar daglega starfi starfi vinnum við eftir kjarnagildum okkar, við erum jákvæð, við erum tilbúin í breytingar og við erum metnaðarfull.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Afgreiðsla úr verslun
  • Móttaka, undirbúningur og úrvinnsla sölupantana
  • Almenn upplýsingagjöf og ráðgjöf
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Framúrskarandi samskiptahæfileikar
  • Rík þjónustulund og metnaður til að veita framúrskarandi þjónustu
  • Frumkvæði og hæfni til að afla sér þekkingar
  • Góð almenn tækni og tölvukunnátta
  • Góð íslenskukunnátta
  • Lágmarksaldur 20 ára
Auglýsing birt26. mars 2025
Umsóknarfrestur9. apríl 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Skútuvogur 1b, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar