
Sveitarfélagið Árborg
Sveitarfélagið Árborg er fjölmennasta sveitarfélagið á Suðurlandi. Það varð til við sameiningu Eyrarbakkahrepps, Sandvíkurhrepps, Selfossbæjar og Stokkseyrarhrepps. Sveitarfélagið hefur vaxið ört síðastliðin ár og telur nú tæplega 12.000 íbúa. Þar er miðstöð þjónustu á Suðurlandi, góðir skólar ásamt öflugu íþrótta-, félags- og menningarlífi. Starfsmenn sveitarfélagsins eru um 1000 og lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri, þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.

Sumarstarf - félagsleg stuðningsþjónusta
Velferðarþjónusta Árborgar leitar liðsafla í félagslega stuðningsþjónustu.
Félagsleg stuðningsþjónusta miðar að því að styðja íbúa sveitarfélagsins til sjálfræðis og sjálfbjargar og gera þeim kleift að búa sem lengst á eigin heimili við sem eðlilegastar aðstæður.
Um er að ræða þrjú 75-100% sumarstörf, störfin eru að aðstoð við þrif á heimilum fólks, félagslegur- og persónulegur stuðnings við þjónustuþega og tilfallandi aðstoð í félagsmiðstöð eldra fólks í Grænumörk 5.
Starfstímabil er frá og með 29. maí og til og með 30. ágúst, eða eftir nánara samkomulagi.
Vinnutíminn er sveigjanlegur á milli 08:00 og 16:00 á virkum dögum.
Góð íslenskukunnátta er skilyrði.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Að virkja og hvetja notendur til virkrar þátttöku og sjálfsbjargar eins og hægt er.
- Að veita aðstoð samkvæmt þjónustusamningi Árborgar, t.d. aðstoð við þrif, heimilishald, að veita persónulegan og félagslegan stuðning o.fl.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af störfum í stuðningsþjónustu eða umönnunarstarfi æskileg
- Sjálfstæði í starfi, vandvirkni og skipulagshæfni
- Hæfni og virðing í mannlegum samskiptum
- Jákvæðni, gott viðmót og góð þjónustulund
- Hreint sakavottorð
- Góð íslenskukunnátta skilyrði
- Ökuréttindi og bifreið til afnota
Fríðindi í starfi
- Sveigjanlegur vinnutími
- Vinnutímastytting
Auglýsing birt14. febrúar 2025
Umsóknarfrestur3. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Austurvegur 2, 800 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
JákvæðniÖkuréttindiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagUmönnun (barna/aldraðra/fatlaðra)VandvirkniÞjónustulund
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Sumarstörf á Egilsstaðaflugvelli
Isavia Innanlandsflugvellir

Fjölbreytt sumarstörf / Various summer jobs
Íslandshótel

Ísbúðin Okkar í Hveragerði leitar að rekstrarstjóra
Hristingur ehf.

Langar þig að aðstoða mig í mínu lífi?
NPA miðstöðin

Spennandi sumarstarf í viðbragðsteymi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Skóla- og frístundaliðar í frístundaheimilið Lækjarsel - Lækjarskóli
Hafnarfjarðarbær

Sumarstarfsmaður í í hjarta miðbæjarins
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Borðsalur & þjónustumiðstöð - Hrafnista Boðaþingi
Hrafnista

Aðstoðarkona óskast til starfa
Heiða slf

Skemmtileg sumarstörf - Sjúkraliði
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Starfsmaður óskast á Miðskóga, heimili fatlaðs fólks
Garðabær

Skemmtileg sumarstörf - Félagsliði
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins