Sveitarfélagið Árborg
Sveitarfélagið Árborg
Sveitarfélagið Árborg

Sumarstarf - félagsleg stuðningsþjónusta

Velferðarþjónusta Árborgar leitar liðsafla í félagslega stuðningsþjónustu.

Félagsleg stuðningsþjónusta miðar að því að styðja íbúa sveitarfélagsins til sjálfræðis og sjálfbjargar og gera þeim kleift að búa sem lengst á eigin heimili við sem eðlilegastar aðstæður.

Um er að ræða þrjú 75-100% sumarstörf, störfin eru að aðstoð við þrif á heimilum fólks, félagslegur- og persónulegur stuðnings við þjónustuþega og tilfallandi aðstoð í félagsmiðstöð eldra fólks í Grænumörk 5.

Starfstímabil er frá og með 29. maí og til og með 30. ágúst, eða eftir nánara samkomulagi.

Vinnutíminn er sveigjanlegur á milli 08:00 og 16:00 á virkum dögum.

Góð íslenskukunnátta er skilyrði.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Að virkja og hvetja notendur til virkrar þátttöku og sjálfsbjargar eins og hægt er.
  • Að veita aðstoð samkvæmt þjónustusamningi Árborgar, t.d. aðstoð við þrif, heimilishald, að veita persónulegan og félagslegan stuðning o.fl.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af störfum í stuðningsþjónustu eða umönnunarstarfi æskileg
  • Sjálfstæði í starfi, vandvirkni og skipulagshæfni
  • Hæfni og virðing í mannlegum samskiptum
  • Jákvæðni, gott viðmót og góð þjónustulund
  • Hreint sakavottorð
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði
  • Ökuréttindi og bifreið til afnota
Fríðindi í starfi
  • Sveigjanlegur vinnutími
  • Vinnutímastytting
Auglýsing birt14. febrúar 2025
Umsóknarfrestur3. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Austurvegur 2, 800 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Umönnun (barna/aldraðra/fatlaðra)PathCreated with Sketch.VandvirkniPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar