Dyrabær
Dyrabær
Dýrabær rekur sex verslanir, í Smáralind, Kringlu, Spöng, Keflavík og Akranesi auk vefverslunar. Við elskum dýr og allir sem vinna hjá okkur eiga dýr. Dýrabær selur vörur sem eru unnar úr náttúrulegum hráefnum án aukaefna, svo sem rotvarnar- og litarefna. Við leggjum mikla áherslu á selja vörur sem viðhalda heilbrigði og vellíðan dýranna og höfum valið þær vörur af mikilli kostgæfni.
Dyrabær

Sumarstarf - Dýrabær í Krossmóa, Reykjanesbæ

Sumarstarf í Dýrabæ!

Við leitum að starfsmanni í afgreiðslustörf í Dýrabæ í Krossmóa, Reykjanesbæ.
Viðkomandi þarf að geta byrjað 1. júní eða fyrr.

Við leitum að dýravin sem hefur reynslu af afgreiðslustörfum, ríka þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum, er skipulagður, sjálfstæður og metnaðarfullur í vinnubrögðum.
Góð íslensku kunnátta er skilyrði og mikill kostur að eiga dýr.

Starfsstöð starfsmanns er í Dýrabæ, Krossmóa, Reykjanesbæ

Vinnutími er:
mán-fim: 10:00-18:00
fös: 10:00 - 19:00
og annan hvern laugardag, 11:00 - 16:00

Vinsamlegast sendið kynningarbréf og ferilskrá með umsókninni.
Athugið að Dýrabær er reyklaus vinnustaður.

Helstu verkefni og ábyrgð
Afgreiðsla og ráðgjöf til viðskiptavina
Uppröðun í verslun, áfyllingar og verðmerkingar
Halda verslunarrými snyrtilegu / létt þrif í verslun
Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
Áhugi á dýravörum
Rík þjónustulund
Áreiðanleg vinnubrögð
Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður í starfi
Stundvísi, reglusemi og snyrtimennska
Góð íslensku- og enskukunnátta
Auglýsing stofnuð23. maí 2023
Umsóknarfrestur29. maí 2023
Starfstegund
Staðsetning
Krossmói 4, 260 Reykjanesbær
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.