Sumarstörf - Kópavogsbær
Sumarstörf - Kópavogsbær
Sumarstörf - Kópavogsbær

Sumarstarf á heimili fatlaðs barns

Velferðarsvið Kópavogs leitar eftir starfsfólki í skemmtilegt sumarstarf við að aðstoða níu ára prakkara úr Kópavogi og sjá um persónulegar þarfir heima fyrir. Drengurinn er með sjaldgæfan sjúkdóm sem kallast lissencephaly, notast við hjólastól og þarfnast aðstoðar við allar athafnir daglegs lífs.

Um hlutastarf er að ræða í vaktavinnu í um 35% starfi. Unnið er aðra hvora helgi og 1-2 kvöld í viku. Kvöldvaktir eru frá 16.30-20/21 oftast nær og dagvaktir um helgar frá 11-16 þó gta tímasetningar verið breytilegar.

Möguleiki er á áframhaldandi vinnu í haust.

Ef þú hefur gaman af að vinna með börnum og til í að prófa skemmtilegt og spennandi starf við fjölþætta umönnun er þetta starfið fyrir þig.

Menntunar- og hæfniskröfur
Reynsla af starfi með fötluðu fólki kostur
Reynsla af umönnunarstarfi kostur
Hæfni í samskiptum og samstarfi
Framtakssemi og sjálfstæði í vinnubrögðum
Jákvæðni og sveigjanleiki í starfi
Helstu verkefni og ábyrgð
Einstaklingsmiðaður, persónulegur stuðningur við athafnir daglegs lífs
Lyfjagjafir
Eftirlit með líðan og stöðubreytingum barnsins
Samvinna við aðra starfsmenn og aðstandendur
Önnur fjölbreytt verkefni og þátttaka í lífi drengsins
Auglýsing birt23. maí 2022
Umsóknarfrestur6. júní 2022
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Digranesvegur 1, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Umönnun (barna/aldraðra/fatlaðra)
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar