Sumarstörf - Kópavogsbær
Sumarstörf - Kópavogsbær
Sumarstörf - Kópavogsbær

Sumarstarf á Bókasafni Kópavogs

Kópavogsbær óskar eftir bókavörðum í sumarstörf á Bókasafni Kópavogs, aðalsafni og/eða Lindasafni. Starfið felst í afgreiðslu og þjónustu við lánþega safnsins.

Um er að ræða tímabundið sumarstarf í tvo mánuði á tímabilinu 15. maí – 15. september.

Skilyrði er að umsækjendur séu 20 ára eða eldri á árinu og með stúdentspróf eða sambærilega menntun.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þjónusta við lánþega safnsins og upplýsingagjöf ásamt almennum afgreiðslustörfum.
  • Frágangur safnefnis til útláns og uppröðun safnefnis í hillur.
  • Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Stúdentspróf eða sambærileg menntun.
  • Almenn grunnþekking á bókmenntum.
  • Gott vald á íslensku og ensku.
  • Þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum.
  • Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði í starfi, öguð og vönduð vinnubrögð og ábyrgðarkennd.
  • Þekking og/eða reynsla af starfi í menningarstofnun kostur.
Auglýsing birt3. febrúar 2025
Umsóknarfrestur16. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Núpalind 7, 201 Kópavogur
Hamraborg 6A, 200 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar