Þörungaverksmiðjan hf. / Thorverk
Þörungaverksmiðjan hf. / Thorverk
Þörungaverksmiðjan hf. / Thorverk

Sumarstarf

Þörungaverksmiðjunni á Reykhólum vantar starfsmann á vaktir í verksmiðju í sumarafleysingar. Einnig vantar sumarstarfsmenn í löndun, bæði vélamenn og verkamenn.

Vaktmannastarfið felur í sér að sjá um innmötun í framleiðslukerfi verksmiðjunnar. Þar sem unnið er á vinnuvél, í eftirliti og þrifum.

Í löndun er bæði krani og dráttarvél með vagn, og einnig starfsmenn sem vinna á bryggju og í lest skipsins.

Verksmiðjan gengur allan sólahringinn og framleiðir úrvals mjöl í þangi og þara sem er selt út um allan heim.

Öryggiskröfur eru strangar og þarf nýr starfsmaður að tileinka sér góða öryggisvitund og taka þátt í því öryggisstarfi sem fer fram í Þörungaverksmiðjunni.

Unnar eru sex dagvaktir, þrjár frívaktir, sex næturvaktir og þrjár frívaktir. Laun greidd eftir kjarasamningi Þörungaverksmiðjunnar við Verkalýðsfélag Vestfirðinga.

Löndunarstarfið er unnið í dagvinnu.

Skoðið heimasíðuna https://thorverk.is/ .

Frekari upplýsingar gefur Vésteinn í [email protected]

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Sjá um innmötun í framleiðslukerfi verksmiðjunnar
  • Vinna á vinnuvél
  • Eftirlit með innmötunarbúnaði og öðrum búnaði
  • Þrif á vinnusvæði og tækjum
  • Önnur verkefni sem vaktformaður felur starfsmanni
  • Löndun á þangi
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Ökuskírteini
  • Vinnuvélaréttindi (I og J. F réttindi er kostur)
  • Öryggisvitund
  • 18 ára eða eldri
  • Tilbúin til að vinna vaktavinnu
  • Geta sinnt minniháttar viðhaldi
Auglýsing birt18. mars 2025
Umsóknarfrestur8. apríl 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Valkvætt
Meðalhæfni
Staðsetning
Reykhólahöfn , 380 Reykhólahreppur
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar