

Sumarstarf 2025 - Ökuleiðsögumaður/Prívat Lúxus ferðir
Við erum að leita eftir kraftmiklum, jákvæðum og metnaðarfullum aðilum til þess að koma í fullt sumarstarf Maí/Júni og út Ágúst/September. Viðkomandi mun starfa sem ökuleiðsögumaður fyrir prívat ferðir og aðra akstursþjónustu sem við bjóðum upp á. Hentar vel fyrir fólk í háskólanámi sem er að leita sér af spennandi sumarvinnu með möguleika á aukvinnu í vetur og á milli jóla-nýárs.
Deluxe Iceland býður upp á sérsniðnar lúxusferðir til Íslands með þjónustu og ferðatilhögun í mestu þægindum sem völ er á. Þeir aðilum sem verða boðið starfið munu fara í gegnum þjálfun á vegum fyrirtækisins þar þeir læra hvernig á að þjónusta viðskiptavini, almenna þekkingu á innviðum fyrirtækisins og þekkinum um þær ferðir og þjónustu sem við erum að bjóða upp á. Allir aðilar þurfa að fylgja lögum og reglum varðandi meðferð trúnaðarupplýsinga.
- Lengri ferðir: Nokkrir dagar með gistingu úti á landi
- Styttri ferðir: Einn dagur eða fleiri frá Reykjavik (Dagsferðir)
- Buggy ferðir, flugvallarskutl og annað tilfallandi
- Aukin ökuréttindi (D) eða leigubílaréttindi - Kostur
- Góð enskukunnátta
- Góð íslenskukunnátta
- Hreint sakavottorð
- Mannleg samskipti, þjónustulund og jákvæðni
- Reynsla af starfi í ferðaþjónustu - Kostur













