

Sumarið byrjar hjá Landsvirkjun
Skemmtileg vinna sem skiptir máli
Landsvirkjun leitar að áhugasömu og metnaðarfullu ungu fólki í fjölbreytt og spennandi sumarstörf víða um land.
Sumarið er kjörinn tími til að rækta áhugasvið sitt, afla sér verðmætrar reynslu, læra nýja hluti og eignast nýja vini. Hjá Landsvirkjun færðu tækifæri til að vinna í jákvæðu og faglegu umhverfi þar sem verkefnin skipta raunverulegu máli.
Í boði eru fjölbreytt sumarstörf fyrir ungmenni og háskóla-, iðn og tækninema. Aldursskilyrði eru mismunandi eftir störfum.
Kynntu þér þau störf sem eru í boði á heimasíðu okkar og veldu það sem hentar þér best. Ekki missa af frábæru tækifæri sem getur haft mótandi áhrif á framtíð þína.
Starfsstöðvar Landsvirkjunar eru í Reykjavík, við Sogið, á Þjórsársvæði, í Fljótsdal, við Blöndu, Laxá og Kröflu.
Við leggjum ríka áherslu á jákvæðan starfsanda, fagmennsku og jöfn tækifæri.
Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar sem vinnur rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum – vatnsafli, jarðvarma og vindi. Hjá fyrirtækinu starfa um 405 manns víðs vegar um landið. Við búum yfir metnaðarfullri jafnréttis- og mannauðsstefnu, leggjum áherslu á vellíðan starfsfólks og ræktum sterka og orkumikla fyrirtækjamenningu.
- Að umsækjandi stundi nám
- Skipulögð og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Jákvæðni og metnaður
- Vilji til að vinna í teymi
- Frábært mötuneyti
Íslenska


