
Hornsteinn ehf
Eignarhaldsfélagið Hornsteinn ehf. á og rekur tvö dótturfélög, BM Vallá og Björgun-Sement sem eiga sér rótgróna sögu á Íslandi. Þau byggja starfsemi sína á sterkri gæða- og þjónustuvitund enda mynda þau saman hornstein í íslenskum byggingariðnaði þar sem miklar kröfur eru gerðar til gæða og endingar íslenskra mannvirkja.
Umhverfismál og sjálfbær nýting auðlinda er rauður þráður í starfseminni og er markvisst unnið að lausnum sem hafa jákvæðari umhverfisáhrif.
Hjá fyrirtækjunum starfar fjölbreyttur og samhentur hópur fólks að því að gera mannvirkjagerð á Íslandi umhverfisvænni.

Sumarafleysing í móttöku
Fjölbreytt og skemmtilegt starf í móttöku.
Eignarhaldsfélagið Hornsteinn ehf. óskar eftir að ráða einstakling í tímabundið starf í móttöku félagsins. Hornsteinn er móðurfélag BM Vallá, Björgunar og Sementsverksmiðjunnar og sér um reikningagerð, innheimtu, fjárhagsbókhald, greiðslur reikninga, tölvuumsjón og gæðamál fyrir dótturfélögin.
Um er að ræða 100% starf í sumarafleysingum með möguleika á framlengingu. Skilgreindur vinnutími er frá 8-16.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Símsvörun og umsjón og móttaka skjala (póstur)
- Umsjón með fundaherbergi og undirbúningi
- Móttaka gesta og starfsfólks
- Skönnun reikninga og bókhaldsverkefni
- Innkaup á skrifstofu-og rekstrarvörum
- Umsjón með kaffistofu
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Haldgóð menntun sem nýtist í starfi
- Almenn og góð tölvukunnátta er skilyrði
- Reynsla af bókhaldsstörfum er kostur
- Rík þjónustulund, samskiptafærni, lipurð og jákvætt viðmót
- Samviskusemi og snyrtimennska
- Sveigjanleiki og frumkvæði í starfi
- Mjög góð íslenskukunnátta og færni í ensku
Fríðindi í starfi
- Aðgangur að mötuneyti í hádeginu
Auglýsing birt15. apríl 2024
Umsóknarfrestur30. apríl 2024
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Bíldshöfði 7, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiReikningagerðSamviskusemiÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Innheimtufulltrúi - Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Heilbrigðisstofnun Norðurlands

Bókari á fjármálasviði
Avis og Budget

Starf á skrifstofu Körfuknattleikssambands Íslands KKÍ
Körfuknattleikssamband Íslands

Starfsmaður í móttöku 80-100% starf
Læknastofur Reykjavíkur

Verkefnastjóri á hjúkrunardeild - Hraunvangur
Hrafnista

Lögfræðingur.
Norðdahl, Narfi & Silva

Sérfræðingur á fjármálasviði
Bláa Lónið

Skrifstofustjóri í Tölvunarfræðideild
Háskólinn í Reykjavík

Verkefnastjóri í Tölvunarfræðideild
Háskólinn í Reykjavík

Starfsmaður í almenn skrifstofustörf
MD Vélar ehf

Sérfræðingur í starfsmenntamálum
Efling stéttarfélag

Sérfræðingur í kjara og réttindamálum
Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna