

Stuðningur barns í leikskólastarfi
Leikskólinn Sjáland er sjálfstætt starfandi leikskóli sem vinnur eftir Fjölvísistefnunni. Hún byggir á virðingu fyrir margbreytileika fólks og fjölbreyttum námsaðferðum. Markmiðið er að mæta nemendum þar sem þeir eru staddir og stuðla að jákvæðri og sterkri sjálfsmynd. Gildi okkar í starfi eru jákvæðni, nákvæmni og virðing.
Nú leitum við að þroskaþjálfum eða leikskólakennurum til að sinna uppeldi og menntun nemenda sem þurfa stuðning í námi. Viðkomandi myndi styðja við börn í daglegu námi inni á kjarna sem og í einstaklingsvinnu þar sem unnið er markvisst með ákveðna færniþætti. Í leikskólanum starfa þjálfar saman í teymi og leggjum við mikla áherslu á samvinnu. Næsti yfirmaður er sérkennslustjóri. Börnin sem vinnan snýr að eru með ólíkar þarfir og mun viðkomandi starfsmaður koma að þjálfun hjá fleiri en einu barni.
Skólinn er staðsettur við ströndina í Sjálandshverfinu í Garðabæ í nýlegu og rúmgóðu húsnæði. Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðunni okkar www.sjaland.is
Ef ekki fæst menntaður þroskaþjálfi, kennari eða háskólamenntaður starfsmaður í starfið kemur til greina að ráða starfsfólk með aðra menntun sem nýtist í starfi.











