Smáraskóli
Smáraskóli
Smáraskóli

Stuðningsfulltrúi Smáraskóla

Stuðningsfulltrúar óskast til starfa í Smáraskóla.

Smáraskóli óskar eftir stuðningsfulltrúa til starfa. Um er að ræða 75% starf. Starf á frístundaheimili til boða seinni hluta dags og er þá um fullt starf að ræða.

Smáraskóli er heildstæður grunnskóli með um 500 nemendur í 1.-10. bekk. Skólinn er staðsettur neðst í Kópavogsdal í fallegu umhverfi nálægt íþróttamannvirkjum og fjölbreyttri og fallegri náttúru. Í skólanum er áhersla á teymiskennslu og gott samstarf nemenda og starfsmanna. Einkunnarorð skólans eru; virðing, vöxtur, viska og víðsýni.

Við Smáraskóla er rekið frístundaheimili fyrir nemendur í 1.-4. bekk og starfar það samkvæmt stefnu stefnu Kópavogsbæjar um málefni frístunda- og klúbbastarfs þar sem lögð er áhersla á að hver einstaklingur fái að njóta sín og þroskast í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu.

Frístundaheimilið er opið eftir að hefðbundnum skólatíma lýkur á daginn, yfirleitt á bilinu kl. 13:30-16:30, auk þess að vera opið allan daginn í einhverjum tilfellum þá daga sem ekki er kennsla í skólanum.

Viðkomandi geti hafið störf frá janúarmánuði

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vinna með nemendum undir verkstjórn kennara
  • Leiðbeina börnum í leik og starfi
  • Samskipti og samstarf við foreldra, starfsfólk skóla og aðra sem koma að starfi skóla og frístundaheimilisins
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla og áhugi á starfi með börnum.
  • Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Vera skipulagður, geta sýnt sjálfstæði og frumkvæði.
  • Stundvísi og áreiðanleiki skilyrði.
  • Framhaldskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi æskileg.
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði.
Auglýsing birt26. nóvember 2024
Umsóknarfrestur10. desember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Dalsmári 1, 201 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar