Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Stuðningsfulltrúi Skúlagötu 46

Íbúakjarninn Skúlagötu 46 óskar eftir stuðningsfulltrúa í vaktavinnu í 75- 100 % starfshlutfall. Unnið er á vöktum, morgun, kvöld, nætur og helgarvöktum. Um eina langtíma stöðu er að ræða auk sumarafleysinga frá 15. maí – 30. september.

Menntunar- og hæfniskröfur
Góð íslenskukunnáttaskilyrði
Umsækjandi þarf að hafa náð 20 ára aldri
Góð almenn menntun.
Reynsla af starfi með fötluðu fólki æskileg – ekki nauðsynleg.
Reynsla af ummönnunarstörfum kostur
Sveigjanleiki og hæfni í mannlegum samskiptum.
Frumkvæði, stundvísi, dugnaður, jákvæðni og sjálfstæð vinnubrögð.
Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar
Helstu verkefni og ábyrgð
Einstaklingsmiðuð og sveigjanleg aðstoð við allar athafnir daglegs lífs
Fylgja eftir þjónustuáætlunum og verklagsreglum
Hvetja og styðja íbúa til sjálfshjálpar og félagslegrar virkni
Sinna umönnun og vera vakandi yfir andlegri og líkamlegri líðan íbúa
Aðstoða íbúa varðandi félagslega og heilsufarslega þætti
Auglýsing birt28. apríl 2021
Umsóknarfrestur7. maí 2021
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Skúlagata 46, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar