
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðasvið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu.
Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar.
Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.

Stuðningsfulltrúi Skúlagötu 46
Íbúakjarninn Skúlagötu 46 óskar eftir stuðningsfulltrúa í vaktavinnu í 75- 100 % starfshlutfall. Unnið er á vöktum, morgun, kvöld, nætur og helgarvöktum. Um eina langtíma stöðu er að ræða auk sumarafleysinga frá 15. maí – 30. september.
Menntunar- og hæfniskröfur
Góð íslenskukunnáttaskilyrði
Umsækjandi þarf að hafa náð 20 ára aldri
Góð almenn menntun.
Reynsla af starfi með fötluðu fólki æskileg – ekki nauðsynleg.
Reynsla af ummönnunarstörfum kostur
Sveigjanleiki og hæfni í mannlegum samskiptum.
Frumkvæði, stundvísi, dugnaður, jákvæðni og sjálfstæð vinnubrögð.
Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar
Helstu verkefni og ábyrgð
Einstaklingsmiðuð og sveigjanleg aðstoð við allar athafnir daglegs lífs
Fylgja eftir þjónustuáætlunum og verklagsreglum
Hvetja og styðja íbúa til sjálfshjálpar og félagslegrar virkni
Sinna umönnun og vera vakandi yfir andlegri og líkamlegri líðan íbúa
Aðstoða íbúa varðandi félagslega og heilsufarslega þætti
Auglýsing birt28. apríl 2021
Umsóknarfrestur7. maí 2021
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Skúlagata 46, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)

Starfsfólk í umönnunarstörf í haust
Sóltún hjúkrunarheimili

Traust aðstoðarmanneskja óskast á Suðurlandi
NPA miðstöðin

Stuðningsfulltrúi í Hofsstaðaskóla
Hofsstaðaskóli Garðabæ

Starfsmaður á heimili fyrir fatlað fólk - Berjahlíð
Hafnarfjarðarbær

VISS, vinnu og hæfingarstöð í Þorlákshöfn óskar eftir deildarstjóra
Sveitarfélagið Ölfus

Urriðaholtsskóli auglýsir eftir starfsfólki í Frístund
Urriðaholtsskóli

Stuðningsfulltrúi með börnum með sérþarfir – starf sem skiptir máli
Arnarskóli

Frístundaleiðbeinendur óskast á frístundaheimili Tjarnarinnar
Frístundamiðstöðin Tjörnin

Frístundaleiðbeinendur með stuðning óskast á frístundaheimili Tjarnarinnar
Frístundamiðstöðin Tjörnin

Tanntæknir eða Aðstoðarmaður tannlæknis - Spennandi starf
Krýna ehf

Starfsmaður í eldhúsi
Dvalar- og hjúkrunarheimilið Jaðar

Laus staða Tanntæknis/Aðstoðarmanns tannlæknis
Tannlæknastofan Álfabakka 14 Mjódd ehf.