Flataskóli
Flataskóli er heilsueflandi grænfánaskóli með um 320 nemendur í 1.-7. bekk. Flataskóli er einn af fyrstu réttindaskólum UNICEF á Íslandi og vinnur markvisst með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Gildi skólans eru menntun, árangur og ánægja.
Stuðningsfulltrúi óskast til starfa í Flataskóla
Í Flataskóla er unnið af miklum metnaði og áhersla lögð á notalegt andrúmsloft, umhyggju og góðan árangur. Í skólanum eru persónuleg samskipti milli nemenda, starfsfólks og foreldra.
Okkur vantar starfsmann til að fylgja nemendum í íþróttir og sjá um gæslu í drengjaklefa.
Um er að ræða 50% stöðu unnið mánudaga, miðvikudaga og föstudaga.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Aðstoða nemendur við daglegar athafnir og gæsla í íþróttaklefa
- Fylgjast með samskiptum nemenda og grípa inní þar sem þörf er á
- Vinna með kennurum í að skapa jákvætt andrúmsloft í íþróttum
Menntunar- og hæfniskröfur
- Uppeldismenntun sem nýtist í starfinu er kostur
- Reynsla og áhugi af starfi með börnum er æskileg
- Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar
- Stundvísi, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi
- Dugnaður, jákvæðni og ábyrgðarkennd
- Íslenskukunnátta á stigi B2 skv. evrópska tungumálarammanum
Fríðindi í starfi
- Heilsuræktarstyrkur fyrir starfsmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall að upphæð 20.000 kr. eftir 6 mánuði í starfi
- Bókasafnskort fyrir starfsmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi
- Menningarkort fyrir starfsmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi
- Sundlaugarkort fyrir starfsmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi
- Árshátíð er starfsmönnum að kostnaðarlausu
- Íslenskunámskeið fyrir erlenda starfsmenn
Auglýsing birt26. nóvember 2024
Umsóknarfrestur15. desember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Vífilsstaðavegur 123, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiJákvæðniMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðStundvísi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Frístundarleiðbeinandi á Reyðarfirði
Fjarðabyggð
Leikskólakennari - leikskólaliði í Ösp
Leikskólinn Ösp
Vantar NPA aðstoðarvin í 20-35% dagvinnu
FOB ehf.
Starfsmaður - Frístund
Seltjarnarnesbær
Frístundaráðgjafi/leiðbeinandi í Félagsmiðstöðina Hofið
Kringlumýri frístundamiðstöð
Leikskólasérkennari í sérkennsluteymi
Heilsuleikskólinn Kór
Leikskólakennari/-liði eða leiðbeinandi, 50-100% starf
Seltjarnarnesbær
Skóla- og frístundaliðar í Krakkaberg - Setbergsskóli
Hafnarfjarðarbær
Skóla- og frístundaliði - Hvaleyrarskóli
Hafnarfjarðarbær
Skemmtileg hlutastörf í frístundaheimilum í Grafarvogi
Frístundamiðstöðin Brúin (Ársel/Gufunesbær)
Vogaskóli - stuðningsfulltrúi
Vogaskóli
Stuðningsfulltrúi í Snælandsskóla
Snælandsskóli