Rimaskóli
Rimaskóli

Stuðningsfulltrúi óskast í Rimaskóla

Rimaskóli auglýsir eftir hressum stuðningsfulltrúa í 70% starf - möguleiki á 100% starfi.

Rimaskóli er heildstæður grunnskóli frá 1. – 10.bekk og eru nemendur rúmlega 500. Skólinn er hjartað í hverfinu og hefur á að skipa glæsilegt húsnæði og skólalóð. Skólinn er þekktur fyrir frábæran árangur í skák og hafa fjölmargir nemendur skólans fengið viðurkenningu á því sviði. Skólinn er með stefnuna Uppeldi til ábyrgðar og áherslan er sú að vinna með hvernig nemendur bera ábyrgð á eigin hegðun. Skólinn er einnig að innleiða Atlæti í skólastarfið.

. Atlæti í skólastarfi snýst um að allir finni til öryggis og vellíðan í skólanum, bæði nemendur og starfsfólk. Lögð er áhersla á líðan, þroska og vöxt hvers og eins auk þess sem nálgunin er áfallameðvituð. Markmiðið er að börn, ungmenni og fullorðnir nýti styrkleika sína og hæfileika til fulls.

Starfið felst í stuðningi nemendur á miðstigi sem glíma við ýmsar raskanir. Viðkomandi þarf að vera góð fyrirmynd og með góða samskiptafærni. Mögulegt er að fá 100% stöðu með starfi í frístundaheimili eftir hádegi.

Umsóknarfrestur er til og með 27. september 2024.

Nánari upplýsingar um starfið Marta Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri í síma 411-7720 eða í netfanginu maka50@rvkskolar.is. Um tímabundið starf fram til 6 júní 2025 er að ræða. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Ráðið er í öll störf óháð kyni.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Að veita nemendum stuðning í daglegum athöfnum og námi
  • Aðstoða nemendur við að ná settum viðmiðum samkvæmt skólanámsskrá/einstaklingsnámskrá undir leiðsögn kennara og deildarstjóra sérkennslu
  • Að starfa í stuðnings- og sérkennsluteymi skólans
  • Að styðja nemendur í félagslegum samskiptum í skólastarfinu
  • Að fylgja nemendum eftir á ferðum þeirra um skólann, í frímínútum og vettvangsferðum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Stúdentspróf að lágmarki er æskilegt
  • Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður
  • Góð færni í samvinnu og samskiptum
  • Hugmyndaauðgi, jákvæðni og sveigjanleiki
  • Íslenskukunnátta á stigi A2 samkvæmt evrópska -  tungumálarammanum
    (https://www.coe.int/en/web/portfolio/self-assessment-grid)
  • Styrkleiki að hafa innsýn inn í krefjandi nemendur og geta tekist á við verkefni hverju sinni með alúð og þolinmæði.
  • Hreint sakavottorð
Fríðindi í starfi

Samgöngustyrkur, heilsustyrkur, frítt í sund og á söfn

Auglýsing birt13. september 2024
Umsóknarfrestur27. september 2024
Laun (á mánuði)370.000 - 529.482 kr.
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Rósarimi 11, 112 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Þolinmæði
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar