Álftanesskóli
Álftanesskóli
Álftanesskóli

Stuðningsfulltrúi óskast í Álftanesskóla

Álftanesskóli auglýsir eftir stuðningsfulltrúa í 50%- 100% starf. Hluti af 100% vinnutíma er í frístundaheimilinu Álftamýri. Einnig er óskað eftir stuðningsfulltrúa í hlutastarf í frístundaheimilinu. Stuðningsfulltrúar vinna með nemendum í nánu samstarfi við kennara, þroskaþjálfa og annað fagfólk.

Álftanesskóli er grunnskóli fyrir nemendur í 1.-10. bekk. Í skólanum eru 410 nemendur. Áhersla er lögð á metnaðarfullt starf, vellíðan nemenda og umhverfisvernd. Álftanesskóli starfar eftir hugmyndafræði og vinnuaðferðum Uppeldis til ábyrgðar- uppbygging sjálfsaga.

Í skólanum fer fram metnaðarfullt starf sem er í stöðugri þróun. Kennsluhættir eru fjölbreyttir og vellíðan nemenda í fyrirrúmi í anda menntastefnu Garðabæjar. Þjónusta við nemendur er öflug. Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðunni www.alftanesskoli.is

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Aðstoða nemendur við daglegar athafnir og virka þátttöku í skólastarfi
  • Vinna eftir áætlun sem kennari hefur útbúið
  • Aðstoða nemendur við að fylgja settum reglum um hegðun, umgengni og vinnubrögð
  • Leitast við að styðja nemendur í félagslegum samskiptum innan og utan kennslustofu
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Uppeldismenntun sem nýtist í starfi er kostur.
  • Reynsla af starfi með börnum
  • Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Dugnaður, jákvæðni, stundvísi og ábyrgðarkennd
  • Reynsla af nemendum með sérþarfir æskileg
  • Menntun sem nýtist í starfi er kostur
  • Góð íslenskukunnátta
Auglýsing stofnuð15. nóvember 2023
Umsóknarfrestur13. desember 2023
Starfstegund
Staðsetning
Breiðumýri, 225 Breiðumýri
Starfsgreinar
Starfsmerkingar