
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðasvið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu.
Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar.
Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.

Stuðningsfulltrúi óskast á Laugaveg 105
Vesturmiðstöð óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa í búsetuþjónustu fyrir fólk með fötlun í nýjum og spennandi íbúðakjarna á Laugavegi 105. Um fastráðningu er að ræða í 80-90% starfshlutfalli á blönduðum vöktum, eða eftir nánara samkomulagi við forstöðumann.
Laugavegur 105 er búsetukjarni fyrir 7 einstaklinga í rúmgóðum íbúðum á besta stað í bænum. Hress og metnaðarfullur starfsmannahópur aðstoðar íbúa eftir þörfum, í samræmi við hugmyndafræði sjálfstæðs lífs, valdeflingar og þjónandi leiðsagnar með áherslu á sjálfstæði, umhyggju, vellíðan og gleði.
Laugavegur 105 er beint fyrir aftan Hlemm og því er stutt í almenningssamgöngur og ýmis konar afþreyingu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Samstarf við notendur og aðstandendur.
- Framfylgir þjónustuáætlunum og verklagsreglum í samráði við teymisstjóra og forstöðumann.
- Veitir einstaklingsmiðaðan stuðning við heimilishald og athafnir daglegs lífs, svo sem afþreyingu og tómstundir.
- Hvetur og styður til sjálfshjálpar og félagslegrar virkni í anda hugmyndafræði sjálfstæðs lífs og þjónandi leiðsagnar.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Góð almenn menntun.
- Reynsla af starfi með fötluðu fólki æskileg.
- Jákvæðni, frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
- Hæfni til að takast á við krefjandi starfsumhverfi.
- Góð íslenskukunnátta (B2 eða hærra samkvæmt samevrópskum matsramma).
- Ökuréttindi æskileg en ekki skilyrði.
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Fríðindi í starfi
- Stytting vinnuvikunnar
- Samgöngu- og heilsuræktarstyrkir
- Sund- og menningarkort
Auglýsing birt11. júní 2024
Umsóknarfrestur25. júní 2024
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Laugavegur 105, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiJákvæðniMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðSkipulag
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (7)

Teymisstjóri í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Stuðningsfulltrúi óskast í íbúðakjarna að Þorláksgeisla 2-4
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Umsjón í eldhúsi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Við sköpum nýja framtíð í heimaþjónustu Reykjavíkurborgar
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Spennandi starf í búsetukjarna fyrir fatlað fólk
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Rými fyrir hárgreiðslustofu Furugerði 1
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Rými fyrir hárgreiðslustofu Norðurbrún 1
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Sambærileg störf (12)

Sumarstarf á þjónustukjarna fyrir fatlað fólk - Drekavellir
Hafnarfjarðarbær

Skipulögð og áreiðanleg aðstoðarkona óskast
NPA miðstöðin

Evening jobs in cleaning / Störf við ræstingar á kvöldin. KEFLAVÍK
Dictum

Fjölbreytt og skemmtilegt starf í búsetukjarna
Búsetukjarnar í Skálahlíð

Reykjanes: Meiraprófsbílstjóri -sumarstarf / C truck driver - summerjob
Íslenska gámafélagið

Vinnuskóli - Slátturhópur - 18 ára og eldri
Hafnarfjarðarbær

Höfuð-Borgin - sértæk félagsmiðstöð
Kópavogsbær

Starfsfólk á nýtt heimili fyrir börn
Sveitarfélagið Árborg

Laus störf í íþróttamiðstöðinni Mýrinni í Garðabæ
Garðabær

Starfsfólk óskast í búsetuúrræði Vopnabúrsins
Vopnabúrið

Háskólamenntaður starfsmaður óskast í sérskóla í ágúst
Arnarskóli

Stapaskóli - mötuneyti
Skólamatur