Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Stuðningsfulltrúi óskast á Laugaveg 105

Vesturmiðstöð óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa í búsetuþjónustu fyrir fólk með fötlun í nýjum og spennandi íbúðakjarna á Laugavegi 105. Um fastráðningu er að ræða í 80-90% starfshlutfalli á blönduðum vöktum, eða eftir nánara samkomulagi við forstöðumann.

Laugavegur 105 er búsetukjarni fyrir 7 einstaklinga í rúmgóðum íbúðum á besta stað í bænum. Hress og metnaðarfullur starfsmannahópur aðstoðar íbúa eftir þörfum, í samræmi við hugmyndafræði sjálfstæðs lífs, valdeflingar og þjónandi leiðsagnar með áherslu á sjálfstæði, umhyggju, vellíðan og gleði.

Laugavegur 105 er beint fyrir aftan Hlemm og því er stutt í almenningssamgöngur og ýmis konar afþreyingu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Samstarf við notendur og aðstandendur.
  • Framfylgir þjónustuáætlunum og verklagsreglum í samráði við teymisstjóra og forstöðumann.
  • Veitir einstaklingsmiðaðan stuðning við heimilishald og athafnir daglegs lífs, svo sem afþreyingu og tómstundir.
  • Hvetur og styður til sjálfshjálpar og félagslegrar virkni í anda hugmyndafræði sjálfstæðs lífs og þjónandi leiðsagnar.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Góð almenn menntun.
  • Reynsla af starfi með fötluðu fólki æskileg.
  • Jákvæðni, frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Hæfni til að takast á við krefjandi starfsumhverfi.
  • Góð íslenskukunnátta (B2 eða hærra samkvæmt samevrópskum matsramma).
  • Ökuréttindi æskileg en ekki skilyrði.
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Fríðindi í starfi
  • Stytting vinnuvikunnar
  • Samgöngu- og heilsuræktarstyrkir
  • Sund- og menningarkort
Auglýsing birt11. júní 2024
Umsóknarfrestur25. júní 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Laugavegur 105, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Skipulag
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar