Vatnsendaskóli
Vatnsendaskóli
Vatnsendaskóli

Stuðningsfulltrúi í Vatnsendaskóla - 50-70% starf.

Vatnsendaskóli óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa í 50-70% starf.

Vatnsendaskóli er heildstæður grunnskóli með um 530 nemendur og 90 starfsmenn. Skólinn er staðsettur í fallegu umhverfi við Elliðavatn. Áhersla er lögð á teymiskennslu, útikennslu og fjölbreytta kennsluhætti. Unnið er samkvæmt uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Einkunnarorð skólans eru virðing, vinátta, samvinna og skapandi starf. Góður starfsandi er í skólanum og vinnuaðstæður góðar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stuðningur við nemendur innan og utan kennslustofu undir leiðsögn kennara.
  • Fylgja nemendum í íþróttir og sund.
  • Útivaktir.
  • Annað sem til fellur í starfi.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Einlægur áhugi á að vinna með börnum og unglingum
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, þolinmæði og umburðarlyndi
  • Frumkvæði og jákvæðni
  • Stundvísi og áreiðanleiki
  • Áhugi á að leggja sig fram í starfi
  • Framhaldsskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
  • Góð íslenskukunnátta
Auglýsing birt2. desember 2025
Umsóknarfrestur16. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Funahvarf 2, 203 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar