

Stuðningsfulltrúi í sumarúrræði barna með sérþarfir
Sumarhraun auglýsir eftir drífandi og ábyrgu starfsfólki í sumarstarf barna með sérþarfir í Garðabæ! Mikilvægt er að viðkomandi hafi einlægan áhuga og ánægju af að vinna með börnum og unglingum.
Starfið felur í sér að veita börnum með sérþarfir stuðning í sumar og fylgja á hefðbundin sumarnámskeið í Garðabæ eða sértæk sumarnámskeið Sumarhrauns.
Stuðningsfulltrúar vinna í að lágmarki 7 vikur sem dreifast yfir vinnutímabil, frá byrjun júní til skólasetningu grunnskóla í ágúst í samráði við umsjónarmann.
Vinnutími er frá kl 9-16 eða eftir skipulagi námskeiða og vinnuúrræða.
Vakin er athygli á mögulegu hlutastarfi í Garðahrauni þar til að Sumarhraun byrjar. Garðahraun er sértækt frístundaúrræði fyrir börn með fötlun í 5.-10.bekk og er opið alla virka daga frá kl 13.30-17.


















