

Stuðningsfulltrúi - Áslandsskóli
Um er að ræða 50%-100 starf sem felur í sér stuðning og aðstoð við nemendur á öllum þremur skólastigunum, yngsta stig, miðstig og elsta stig. Ráðið verður í stöðuna frá 1.ágúst 2023
Áslandsskóli var stofnaður árið 2001 og er staðsettur í Áslandsshverfi í Hafnarfirði. Áslandsskóli er heildstæður grunnskóli með 1.-10.bekk og eru nemendur um 500 talsins. Einkunnarorð Áslandsskóla eru samvinna, ábyrgð, tillitsemi og traust. Áslandsskóli er heilsueflandi grunnskóli og er unnið markvisst að þeim málum innan skólans. Lögð er áhersla á að nemendur fái námsefni við hæfi og þrói þannig og þroski hæfileika sína með markvissum hætti. Í skólanum er lögð áhersla á vellíðan nemenda og góðan námsárangur.
Í skólanum er unnið eftir SMT skólafærni þar sem lögð er áhersla á að nálgast nemendur á jákvæðan hátt, gefa góðri hegðun gaum, styrkja og efla jákvæð samskipti milli nemenda og skapa jákvæðan skólabrag.
Skólinn byggir stefnu sína á fjórum stoðum náms og menntunar sem eru: Allar dygðir, Hnattrænn skilningur, Þjónusta við samfélagið, Að gera allt framúrskarandi vel.




































