
Borgarbyggð
Borgarbyggð er fallegt, friðsælt og fjölskylduvænt sveitarfélag á Vesturlandi, í nálægð við allt sem skiptir máli.
Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingum sem sýna metnað og frumkvæði í starfi. Borgarbyggð hefur einsett sér að leggja aukna áherslu á notendamiðaða þjónustuhönnun, tækniframþróun og þjónustu við íbúa og viðskiptavini.
Í þeirri vegferð sem er framundan ætlum við að efla þjónustu sveitarfélagsins og vera tilbúin að mæta áskorunum framtíðarinnar. Áhersla verður lögð á þverfaglegt samstarf í verkefnamiðuðu umhverfi og frekari þróun innra starfs sem leiði í senn til framúrskarandi þjónustu og öflugs vinnuumhverfis.
Gildi Borgarbyggðar í starfsmannamálum eru: virðing, áreiðanleiki og metnaður sem höfð eru að leiðarsljósi í stefnum og markmiðum í starfi.

Stuðningsfulltrúi á yngsta stigi
Vilt þú taka þátt í nýju og spennandi starfi sem hefur það að markmið að ná heildrænt utan um þjónustu við barn í námi og leik?
Grunnskólinn í Borgarnesi í samstarfi við Fjölskyldusvið Borgarbyggðar auglýsir 100% stöðu til eins árs með möguleika á áframhaldandi ráðningu.
Markmið starfsins er að veita stuðnings- og stoðþjónustu samkvæmt notendasamningi. Í notendasamningi er markmiðið að veita einstaklingsbundna, heildstæða og sveigjanlega þjónustu. Stuðningur skal veittur með það að markmiði að styðja við skólagöngu, þátttöku í frístund, styrkja félagslega stöðu og auka lífsgæði barns og fjölskyldu þess. Unnið er í teymi tveggja stuðningsfulltrúa sem að auki veita stuðning til annarra barna með auknar stuðningsþarfir í skóla og frístund.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Að aðstoða og leiðbeina nemendum með auknar stuðningsþarfir í námi og leik.
- Að aðstoða nemendur eftir þörfum hvers og eins við athafnir daglegs lífs.
- Að auka færni og sjálfstæði nemenda, félagslega, námslega og í daglegum athöfnum.
- Að fylgja nemenda í öllu skóla og frístundarstarfi og sinna þar stuðningi.
- Sækja nemanda að morgni og keyra heim eftir að frístund lýkur og sinna stuðningi heima þar til að starfsdegi lýkur.
- Seta í teymi nemanda.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af því að vinna með börnum í grunn- eða leikskóla
- Leikni í mannlegum samskiptum
- Góð íslenskukunnátta
- Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í starfi
- Skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð
- Lausnamiðuð hugsun
- Hæfni til teymisvinnu
- Ökuréttindi
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Borgarbyggðar
Fríðindi í starfi
- Stytting vinnuvikunnar
- Heilsustyrkur til starfsmanna
Auglýsing birt18. júlí 2024
Umsóknarfrestur7. ágúst 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Gunnlaugsgata 13, 310 Borgarnes
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiJákvæðniÖkuréttindiSjálfstæð vinnubrögðStundvísiSveigjanleiki
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)

Frístundaráðgjafar/leiðbeinendur
Kringlumýri frístundamiðstöð

Frístund: Frístundarleiðbeinandi
Dalvíkurbyggð

Kvíslarskóli auglýsir eftir stuðningsfulltrúa
Kvíslarskóli

Frístundaleiðbeinandi við Eskifjarðarskóla
Fjarðabyggð

Stuðningsfulltrúi í Hörðuvallaskóla
Hörðuvallaskóli

Frístundaleiðbeinandi í Álfhólsskóla
Álfhólsskóli

Stuðningsfulltrúi með börnum með sérþarfir – starf sem skiptir máli
Arnarskóli

Stuðningsfulltrúi í Varmárskóla
Varmárskóli

Stuðningsfjölskyldur vantar í Hveragerði
Hveragerðisbær

Leikskólakennari / leiðbeinandi
Leikskólinn Hagaborg

Starfsmaður í sérkennslu á leikskólastigi Barnaskóla Kársness
Barnaskóli Kársness

Sérkennsla/Atferlisþjálfun
Leikskólinn Sunnuás