Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðasvið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu.
Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar.
Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.
Stuðningsfulltrúi á íbúðakjarna – 80% vaktavinna
Norðurmiðstöð óskar eftir að ráða öflugan og metnaðarfullan stuðningsfulltrúa til starfa á íbúðakjarna fyrir geðfatlaða á Bríetartúni. Á staðnum ríkir góður starfsandi þar sem gleðin er ávallt í fyrirrúmi.
Unnið er eftir hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og batamiðaða nálgun, þar sem áhersla er lögð á einstaklingsmiðaðan stuðning. Markmið þjónustunnar er að mæta þörfum íbúa á heildstæðan og einstaklingsmiðaðan hátt með áherslu á valdeflingu og aukin lífsgæði. Lögð er áhersla á gott starfsumhverfi, heilsueflingu og sveigjanleika í starfi.
Um er að ræða 80% vaktavinnu, og er unnið á blönduðum dag-, kvöld-, helgar- og næturvöktum. Starfið er laust frá desember 2024.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hvetur og styður einstaklinga til sjálfstæðs lífs með valdeflandi stuðningi og aðstoð.
- Styður einstaklinga við athafnir daglegs lífs og samfélagslegrar þátttöku, s.s. heimilisþrif, eldamennsku, atvinnu, stunda afþreyingu, sækja íþrótta- og menningarviðburði og við að rækta félagstengsl.
- Sinnir umönnun og er vakandi yfir andlegri og líkamlegri líðan einstaklinga og aðstoðar þá varðandi heilsufarslega þætti eftir þörfum hverju sinni.
- Þátttaka í sköpun og þróun nýrra tækifæra fyrir íbúa.
- Fylgir eftir þjónustuáætlunum og verklagsreglum í samráði við deildarstjóra og forstöðumann.
- Unnið eftir stefnu Reykjavíkurborgar í þjónustu við fatlað fólk.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Góð almenn menntun.
- Reynsla af starfi með einstaklingum með geðfötlun kostur.
- Reynsla af umönnun kostur.
- Áhugi á málefnum fatlaðs fólks.
- Íslenskukunnátta B1-2 (samkvæmt samevrópskum matsramma um tungumálaviðmið).
- Hæfni til að takast á við krefjandi vinnuaðstæður.
- Sveigjanleiki, metnaður og hæfni í mannlegum samskiptum.
- Jákvæðni, frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Viðkomandi þarf að hafa náð 20 ára aldri.
- Ökuréttindi æskileg en ekki skilyrði.
- Hreint sakarvottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar.
Fríðindi í starfi
- 36 stunda vinnuvika
- Sundkort í sundlaugum Reykjavíkurborgar
- Heilsustyrkur
- Menningarkort
- Samgöngustyrkur
Auglýsing birt27. nóvember 2024
Umsóknarfrestur5. desember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
MeðalhæfniNauðsyn
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (7)
Hjúkrunarstjóri í heimahjúkrun í Vesturmiðstöð
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Teymisstjóri á skammtímadvöl Árlandi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Sjúkraliði í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Hjúkrunarfræðingur í SELMU-teymi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Umönnun Droplaugarstaðir
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Öflugur teymisstjóri á íbúðakjarna fyrir fatlað fólk
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Starfsmaður við umönnun í dagþjálfun Esjutúni
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Sambærileg störf (12)
Staða sjúkraliða við Grunnskóla Reyðarfjarðar
Fjarðabyggð
Óska eftir eðalkonum í vaktavinnu
NPA miðstöðin
Símsvörun - þjónustuver
Teitur
Umönnun Droplaugarstaðir
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Óska eftir hressum húmoristum í teymið mitt!
NPA miðstöðin
Starfsmaður í dagþjálfun - Maríuhús
Skjól hjúkrunarheimili
Starfsfólk í sérhæfða dagþjálfun Roðasala
Kópavogsbær
Háskólamenntaður starfsmaður í nýjan búsetukjarna á Akureyri
Akureyri
Aðstoðarmaður Iðjuþjálfa - Laugarás
Hrafnista
Starfsmaður - Frístund
Seltjarnarnesbær
Öflugur teymisstjóri á íbúðakjarna fyrir fatlað fólk
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Heilbrigðisstarfsmaður óskast
Mobility ehf.