Árbæjarskóli
Árbæjarskóli

Stuðningsfulltrúi

Stuðningsfulltrúi óskast til starfa við Árbæjarskóla.
Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir frumkvæði og vill vinna í góðu og jákvæðu umhverfi.


Árbæjarskóli er heildstæður grunnskóli staðsettur í einstöku umhverfi Elliðaárdalsins. Nemendur eru um 750 talsins en skólinn er safnskóli á unglingastigi. Starfsmenn skólans eru um 110 og er starfsandi mjög góður. Í skólanum er lögð áhersla á teymisvinnu kennara, starfsþróun og fjölbreytta kennsluhætti. Boðið er upp á fjölbreytt og skapandi nám sem stuðlar að alhliða þroska nemenda með það að markmiði að nemendur verði sjálfstæðir og skapandi einstaklingar í síbreytilegu samfélagi. Skólinn leggur ríka áherslu á vandaða móttöku allra nemenda. Við skólann starfar gott foreldrafélag og er samvinna við foreldra og grenndarsamfélag mjög gott. Árbæjarskóli er regnbogavottaður skóli.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Aðstoðar nemendur við daglegar athafnir og þátttöku í skólastarfi.
  • Aðstoðar nemendur við að ná settum viðmiðum samkvæmt skólanámsskrá/einstaklingsnámskrá undir leiðsögn kennara og deildarstjóra sérkennslu.
  • Leitast við að styðja nemendur í félagslegum samskiptum í skólastarfinu.
  • Fylgir einum eða fleiri nemendum eftir á ferðum þeirra um skólann, í frímínútum og vettvangsferðum.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Stúdentspróf eða sambærileg menntun.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Reynsla og áhugi á að vinna með börnum.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
  • Nákvæmni og fagmennska í vinnubrögðum.
  • MJÖG góð íslenskukunnátta, talað og ritað mál.
Auglýsing birt8. desember 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Rofabær 34, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar