Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Stuðningsfulltrúi

Óskað er eftir að ráða stuðningsfulltrúa í sértækt húsnæðisúrræði fyrir fötluð börn í Móvaði.

Okkur vantar nýja og skemmtilega samstarfsfélaga í frábæran hóp starfsmanna á helgarvaktir og einnig til leysa af í sumar.

Markmið þjónustunnar er að mæta þörfum barnanna og fjölskyldum þeirra, á heildstæðan og einstaklingsmiðaðan hátt.

Sólarhringsþjónusta er veitt á heimilinu, allt árið um kring.

Unnið er á dag-, kvöld-, nætur- og helgarvöktum og viðkomandi þarf að geta unnið allar vaktir.

Starfshlutfall er eftir samkomulagi. Krafa gerð um að geta unnið um helgar.

Möguleiki á tímabundinni ráðningu og ótímabundinni.

Kostur ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst.

Vegna sérstakra aðstæðna er eingöngu óskað eftir kvenkyns umsækjendum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umönnun, stuðningur, hvatning og aðstoð við þjónustunotendur til félagslegrar virkni og sjálfshjálpar.
  • Þátttaka í teymisvinnu.
  • Stuðla að góðum samskiptum við aðstandendur íbúa.
  • Þátttaka í þróunarstarfi undir stjórn teymisstjóra og forstöðumanns.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Góð almenn menntun.
  • Reynsla af starfi með fötluðum börnum og ungmennum æskileg.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvæðni í starfi.
  • Frumkvæði, skipulagshæfni, áreiðanleiki og sjálfstæð í vinnubrögð.
  • Íslenskukunnátta B1 eða hærra (í samræmi við samevrópskan tungumálaramma)
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar.
Auglýsing stofnuð22. apríl 2024
Umsóknarfrestur15. maí 2024
Staðsetning
Móvað 9, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (17)