Andrastaðir
Andrastaðir
Andrastaðir er heimili fyrir karlmenn sem eiga við fjölþættan vanda að stríða, oft með geðröskun, fíkniefnavanda, þroskaskerðingar, einhverfu og skyldar raskanir og eiga í erfiðleikum með að fóta sig í samfélaginu. Á Andrastöðum er skapað umhverfi og aðstæður þar sem hægt er að vinna með einstaklinginn út frá hans eigin forsendum og einblína á kosti hans, möguleika, áhugamál og framtíð. Andrastaðir eru á Kjalarnesi.

Stuðningsfulltrúar í búsetukjarna

Andrastaðir óska eftir góðu fólki til starfa á heimili fyrir einstaklinga með fjölþættan vanda á Kjalarnesi. Um er að ræða vaktavinnu og starfshlutfall fer eftir samkomulagi. Unnið er á fjölbreyttum vöktum, morgun-, kvöld- og næturvöktum.

Þetta er spennandi tækifæri til að taka þátt í þróun og uppbyggingu Andrastaða.

Fyrir frekari upplýsingar um starfið er hægt að hafa samband á netfangið iris@andrastadir.is

Helstu verkefni og ábyrgð
Hvetja og styðja þjónustuþega til sjálfshjálpar og félagslegrar virkni
Félagslegur stuðningur við þjónustuþega
Aðstoð við þjónustuþega í daglegum störfum heimilisins, s.s. þrif, matseld o.fl.
Þátttaka í sköpun og þróun nýrra tækifæra fyrir þjónustuþega
Styðja þjónustuþega í undirbúningi fyrir atvinnulífið, s.s. með námi eða vinnuþjálfun
Menntunar- og hæfniskröfur
Hæfni til að leita lausna og vinna úr vandamálum
Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur
Reynsla af starfi með geðfötluðum æskileg
Áhugi á málefnum geðfatlaðra
Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum
Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
Góð íslenskukunnátta
Hreint sakavottorð
Bílpróf skilyrði
Fríðindi í starfi
Akstursstyrkur
Auglýsing stofnuð26. maí 2023
UmsóknarfresturEnginn
Starfstegund
Staðsetning
Hólaland
Hentugt fyrir
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.