
Stekkjaskóli
Stekkjaskóli er nýr grunnskóli á Selfossi sem tók til starfa haustið 2021. Fyrsti áfangi nýbyggingar skólans var tekinn í notkun í mars 2023 og 2. áfangi var tekinn í notkun í janúar 2025. Næsta haust er gert ráð fyrir um 380 nemendum í 1.-8. bekk. Fullbyggður verður skólinn fyrir um 500 nemendur í 1.-10. bekk.
Stekkjaskóli er hannaður og byggður sem teymiskennsluskóli, með vel skipulögðum árgangasvæðum, góðum list- og verkgreinastofum, glæsilegu bókasafni og náttúrufræðistofu með stórum gróðurskála. Byggingin þykir með glæsilegri skólabyggingum á landinu.
Í Stekkjaskóla er lögð áhersla á teymiskennslu, teymisvinnu, tækni og nýsköpun, skapandi skólastarf, umhverfismál og jákvæðan skólabrag.
Stefnumörkun skólans tekur meðal annars mið af menntastefnu Árborgar sem byggir á hugmyndinni um skólann sem lifandi lærdómssamfélag.

Stuðningsfulltrúar
Við óskum eftir stuðningsfulltrúum á mið- og unglingastig í 75% starfshlutföll frá og með 15. ágúst 2025. Markmið starfsins er að auka sjálfstæði og færni nemenda námslega, félagslega og í daglegum athöfnum.
Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1000 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Aðstoðar nemendur við daglegar athafnir og virka þátttöku í skólastarfi
- Aðstoðar nemendur við að ná settum markmiðum samkvæmt Aðalnámskrá eða einstaklingsnámskrá undir leiðsögn kennara
- Tryggir öryggi og velferð nemenda skólans
- Aðstoðar nemendur við að fylgja settum reglum um hegðun, umgengni og vinnubrögð
- Stuðningsfulltrúi vinnur í nánu samstarfi við umsjónarkennara, deildastjóra og annað starfsfólk skólans
Menntunar- og hæfniskröfur
- Formlegt próf af styttri námsbraut er æskilegt, s.s. stuðningsfulltrúanám, félagsliðanám o.s.frv.
- Góð færni í mannlegum samskiptum
- Reynsla af uppeldisstörfum er kostur
- Góð íslenskukunnátta
Auglýsing birt18. mars 2025
Umsóknarfrestur31. mars 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Heiðarstekkur 10
Starfstegund
Hæfni
Mannleg samskipti
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (5)
Sambærileg störf (12)

Leikskólinn Aðalþing - (sér)kennsla
Aðalþing leikskóli

Þroskaþjálfi eða leikskólasérkennari óskast á Kópastein
Kópasteinn

Sumarafleysingar á heimili fatlaðs fólks
Sveitarfélagið Ölfus

Stuðningsfulltrúi óskast í Álftanesskóla
Álftanesskóli

Sérkennsla - HOLT
Leikskólinn Holt

Sumarstarf, stuðningsfulltrúi í búsetu
Ás styrktarfélag

Stuðningsfjölskyldur fyrir börn
Borgarbyggð

Frístundaleiðbeinandi í Álfhólsskóla
Álfhólsskóli

Stuðningfulltrúi í Hvassaleitisskóla !
Hvassaleitisskóli

Starfsfólk óskast í sumarfrístund Fjarðabyggðar
Fjarðabyggð

Atferlisþjálfi/þroskaþjálfi
Leikskólinn Hof

Spennandi sumarstarf stuðningsfulltrúa í búsetukjarna
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið