Urriðaholtsskóli
Urriðaholtsskóli
Urriðaholtsskóli

Stuðningfulltrúar óskast við Urriðaholtsskóla

Urriðaholtsskóli óskar eftir að ráða stuðningsfulltrúa í 100% sérhæfðan stuðning á grunnskólastigi. Urriðaholtsskóli er samrekinn leik- og grunnskóli í Garðabæ þar sem um 600 nemendur mun stunda nám skólaárið 2023-2024 frá leikskóla upp grunnskólastigið. Þar af um 400 nemendur í 1.- 10. bekk og vel yfir 100 einstaklingar starfa við skólann.
Teymisvinna er einkennandi fyrir starfshætti skólans bæði á meðal nemenda og starfsmanna, svo og milli skólastiga. Gildi skólans eru; virðing, ábyrgð og umhverfi. Leitað er eftir einstaklingum sem er tilbúnir að starfa að sveigjanlegu skólastarfi í teymisvinnu og samkvæmt skólastefnu Urriðaholtsskóla.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Aðstoða nemendur við daglegar athafnir og virka þátttöku í skólastarfi
  • Vinna eftir áætlun sem kennari hefur útbúið
  • Aðstoða nemendur við að fylgja settum reglum um hegðun, umgengni og vinnubrögð
  • Leitast við að styðja nemendur í félagslegum samskiptum innan og utan kennslustofu
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Íslenskukunnátta á stigi B2 skv. evrópska tungumálarammanum
  • Uppeldismenntun sem nýtist í starfi er kostur
  • Reynsla af starfi með börnum og/eða unglingum er kostur
  • Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Dugnaður, jákvæðni og ábyrgðarkennd
Hlunnnindi
  • Heilsuræktarstyrkur fyrir starfsmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall að upphæð 20.000 kr. eftir 6 mánuði í starfi
  • Bókasafnskort fyrir starfsmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi
  • Menningarkort fyrir starfsmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi
  • Sundlaugarkort fyrir starfsmenn sem ráðnir eru í starfshlutfall eftir 3 mánuði í starfi
  • Árshátíð er starfsmönnum að kostnaðarlausu
  • Íslenskunámskeið fyrir erlenda starfsmenn
Auglýsing birt3. september 2024
Umsóknarfrestur16. september 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Vinastræti 1-3, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar