Húnabyggð
Húnabyggð
Húnabyggð er sveitarfélag með um 120-130 starfsmönnum þar af sjö á skrifstofu sveitarfélagsins.

Störf í Þjónustumiðstöð Húnabyggðar

Starfið felur í sér fjölbreytta þjónustu við íbúa sveitarfélagsins og nær yfir flest það sem Þjónustumiðstöðin starfar með t.d. vinna við veitustarfsemi, viðhaldsvinna á eignum og tækjum, gróðursetning, sláttur, vinna með græn svæði, þjónusta við aðrar deildir sveitarfélagsins ásamt almennri umbóta­vinnu í ferlum og starfsemi Þjónustu­miðstöðvar­innar.

Helstu verkefni og ábyrgð
• Uppbygging og viðhald grænna svæða innan þéttbýlisins.
• Ýmiskonar viðhaldsverkefni á eignum og tækjum.
• Landmælingar á beitarhólfum og lóðum sveitarfélagsins.
• Aðstoð við önnur svið innan sveitarfélagsins.
• Alhliða þjónusta við íbúa sveitarfélagsins.
• Umbætur í ferlum og starfsemi Þjónustumiðstöðvarinnar.
Sláttur og gróðursetning
• Önnur almenn og sérhæfð störf í Þjónustumiðstöðinni.
Menntunar- og hæfniskröfur
Iðnmenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
Reynsla af iðnstörfum t.d. í byggingariðnaði, vélaviðgerðum, járn- og stálsmíði, landbúnaði eða garðyrkju er æskileg.
Góð tölvukunnátta er kostur.
Jákvæðni, skipulagshæfni og færni í mannlegum samskiptum.
Auglýsing stofnuð18. mars 2023
Umsóknarfrestur10. apríl 2023
Starfstegund
Staðsetning
Ægisbraut 1, 540 Blönduós
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.