Kringlumýri frístundamiðstöð
Kringlumýri frístundamiðstöð

Störf í Félagsmiðstöð fyrir unglinga 10-16 ára

Félagsmiðstöðvar Kringlumýrar óska eftir starfsmönnum í hlutastörf fyrir skólaárið 2024 - 2025.

Félagsmiðstöðvarnar bjóða boðið upp á uppbyggilegt félagsstarf fyrir 10 - 16 ára börn og unglinga í frítímanum. Áhersla er lögð á lýðræðisþátttöku barna og unglinga og að ná til þeirra unglinga sem þarfnast félagslegs stuðnings. Unnið er í opnu starfi, tímabundnum verkefnum, í klúbbum og í sértæku hópastarfi.

Félagsmiðstöðvastarfið byggir á hugmyndafræði unglingalýðræðis sem á að tryggja áhrif þeirra á starfið.

Markmið Kringlumýrar er að veita börnum og unglingum innihaldsríka þjónustu í frítíma þeirra. Þar á að vera vettvangur tómstunda, menntunar, menningar og uppeldis undir handleiðslu hæfra starfsmanna.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skipulagning og framkvæmd á faglegu frístundastarfi fyrir 10-16 ára börn og unglinga
  • Leiðbeina börnum og unglingum í leik og starfi
  • Samskipti og samstarf við foreldra, starfsfólk skóla og annarra samstarfsaðila
  • Samráð og samvinna við börn, unglinga og samstarfsfólk
  • Framfylgja og móta stefnu skóla- og frístundasviðs í málefnum frítímans
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Áhugi að vinna með börnum og unglingum
  • Færni í samskiptum
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Fjölbreytt áhugasvið sem nýtist í félagsmiðstöðvarstarfi
  • Góð íslensku – og almenn tölvukunnátta
  • Reynsla af félagsmiðstöðvarstarfi æskileg
Fríðindi í starfi
  • Stytting vinnuvikunnar
  • Frítt í söfn Reykjavíkurborgar
  • Frítt í sjö sundlaugar í Reykjavík
Auglýsing birt9. október 2024
Umsóknarfrestur23. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMeðalhæfni
Staðsetning
Efstaleiti 1, 103 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Teymisvinna
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar