
Stöðvarstjóri bifreiðaþjónustu
Óskum eftir stöðvarstjóra/móttökufulltrúa á verkstæði – Nesdekk, Reykjavík
Nesdekk óskar eftir öflugum og skipulögðum aðila til að sjá um daglegan rekstur starfstöðvar okkar í Reykjavík. Starfið er fjölbreytt og felur í sér móttöku viðskiptavina, skipulagningu verkefna dagsins og umsjón með verkstæðinu.
Helstu verkefni
-
Móttaka og afgreiðsla viðskiptavina, ráðgjöf um vörur og þjónustu
-
Rukkun og afgreiðsla reikninga
-
Símsvörun og samskipti í tölvupósti
-
Leita að, panta og útvega varahluti, dekk og aðrar nauðsynjar fyrir verkefni dagsins
-
Skipulagning dagsins og utanumhald á tímabókunum
-
Umsjón með starfsfólki á verkstæði (daglegt skipulag og eftirfylgni)
-
Gæta að snyrtimennsku og ásýnd stöðvarinnar – að allt sé til fyrirmyndar
-
Önnur tilfallandi verkefni tengd rekstri starfstöðvar
Hæfniskröfur
-
Sterk þjónustulund og góð samskiptahæfni
-
Skipulagsfærni og geta til að halda utan um mörg verkefni í einu
-
Sjálfstæði og ábyrgð
-
Reynsla af móttöku/afgreiðslu eða verkstæðisumhverfi er kostur
-
Almenn tölvukunnátta (Office) og hæfni í síma og tölvupósti
-
Áhugi á bílum/varahlutum/dekkjum er mikill kostur
Við bjóðum
-
Fjölbreytt og ábyrgðarmikið starf
-
Góðan vinnustað og skýrt hlutverk
-
Laun samkvæmt samkomulagi og reynslu
Íslenska
Enska










