Terra hf.
Terra er líflegur og fjölbreyttur vinnustaður. Hjá félaginu starfa um 260 einstaklingar á starfsstöðvum á nokkrum stöðum á landinu. Alla daga vinnum við af dugnaði og eljusemi að því að gera góða hluti fyrir umhverfið.
Við veitum fjölbreytta þjónustu á sviði umhverfismála, einkum á sviði úrgangsstjórnunar og endurvinnslu. Frá 1984 hefur Terra lagt áherslu á að þjóna fyrirtækjum, sveitarfélögum og einstaklingum á hagkvæman og umhverfisvænan hátt þar sem tekið er fullt tillit til aðstæðna á hverjum stað og mismunandi þarfa viðskiptavina. Lögð er áhersla á að koma öllum þeim efnum sem falla til í viðeigandi farveg og aftur inn í hringrásarhagkerfið.
Við leggjum mikið upp úr fjölskylduvænu vinnuumhverfi, sterkri liðsheild og jákvæðum og góðum starfsanda. Við erum með öflugt starfsmannafélag sem heldur fjölbreytta viðburði yfir allt árið.
Stöðvarstjóri - Akureyri
Við erum að leita að öflugum, metnaðarfullum aðila með frábæra þjónustulund til að hafa umsjón með daglegum rekstri flokkuna- og umhleðslustöðvar Terra á Akureyri. Um nýtt og spennandi starf er að ræða.
Ef áhugi þinn og hæfileikar liggja á sviði þjónustu, samskipta og stjórnunar og þú ert laghentur, jákvæður og lausnamiðaður einstaklingur að eðlisfari, þá hvetjum við þig til að sækja um.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Ábyrgð á skipulagi lóðar og ferlum innan svæðis
-
Mannaforráð
-
Umsjón með vinnuvélum og tækjum
-
Umsjón með viðhaldi lóðar, tækja og húsakosts
-
Umsjón með lestun og skipulagi á útflutningi efna
-
Eftirlit á svæðinu og ábyrgð á öryggismálum
-
Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
-
Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi
-
Rík þjónustulund og jákvætt hugarfar
-
Góð færni í mannlegum samskiptum
-
Skipulagshæfileikar og sjálfstæði í starfi
-
Meirapróf er kostur
-
Vinnuvélaréttindi er skilyrði
-
Góð íslensku- og/eða enskukunnátta
-
Góð almenn tölvukunnátta
Auglýsing birt8. október 2024
Umsóknarfrestur20. október 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Enska
MeðalhæfniNauðsyn
Staðsetning
Terra Norðurland
Starfstegund
Hæfni
HeiðarleikiJákvæðniMannleg samskiptiMetnaðurSjálfstæð vinnubrögðSkipulagÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)
Gólflagningar - Höfuðborgarsvæði
Gólflagningar
Akstur & standsetningar JEEP/RAM/FIAT umboðið
ÍSBAND (Íslensk-Bandaríska ehf)
Kjötborð og áfylling í búð - kvöld og/eða helgar
Melabúðin
Þjónustustjóri í akstursdeild
Terra hf.
Vaktstjóri í fullt starf!
BAUHAUS slhf.
Sérfræðingur í sölu á dælu- og vélbúnaði
HD
Yfirverkstjóri í Fellabæ
Vegagerðin
Sviðsstjóri á starfsstöð HD á Akureyri
HD
Verkstjóri – Fjölbreytt og spennandi verkefni
Köfunarþjónustan ehf.
Framkvæmdastjóri
Þörungaverksmiðjan hf.
Yfirvélstjóri á flutningaskip Eimskips
Eimskip
Starfsmaður í gróðurhús - Hightech greenhouse employee
Hárækt ehf / VAXA