

Stjórnendur útivistanámskeiða f. börn
Útilífsskólar skáta í Reykjavík leitar af sumarstarfsfólki til að sinna störfum skólastjóra og aðstoðarskólastjóra í Útilífsskóla skátanna. Námskeiðin verða í boðið á sjö starfstöðvum skáta í Reykjavík, þær eru Árbær, Breiðholt, Bústaðahverfið, Grafarvogur, Hlíðar, Laugardalur og Vesturbæ. Stjórnendur vinna í teymi af þremur einstaklingum sem skipta með sér verkefnum námskeiðanna. Sami einstaklingur getur hentað í báðar stöður og er frjálst að sækja um þær báðar í einu.
Útilífsskólinn byggist á viku námskeiðum fyrir 8-12 ára börn, þar sem þátttakendur stunda útivist, kynnast öðrum krökkum og vinna skemmtileg verkefni í anda skátastarfs.
Markmið Útilífsskóla skáta er að:
- bjóða börnum og ungmennum upp á námskeið þar sem þau kynnast undirstöðuatriðum útivistar, hópeflis og vináttu.
- kynna börn og ungmenni fyrir skátastarfi og viðfangsefni þess.
- stuðla að því að börn og ungmenni verði sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar.
- Umsjón með námskeiðum; undirbúning, framkvæmd og endurmat námskeiða
- Dagskrárgerð og framkvæmd dagskrár með áherslur á útivist fyrir börn
- Samskipti við foreldra og börn
- sér um skráningu og utanumahald þess.
- öryggi og ábyrgð í starfi
- Verkstjórn annars starfsfólks (eingöngu skólastjóri)
-
Umsækjendur þurfa að vera á aldrinum 18-25 ára
-
Hafa lögheimili í Reykjavík
-
Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
-
Metnaður, frumkvæði og hugmyndaauðgi
-
Reynsla af starfi með börnum er æskileg
-
Reynsla af útivist, skátastarfi eða öðru æskulýðsstarfi er kostur
-
Reynsla af stjórnun og/mannaforráðum er kostur (einöngu skólastjóri)
-
Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi
-
Hreint sakavottorð í samræmi við æskulýðslög













