Fjarðabyggð
Fjarðabyggð
Fjarðabyggð

Stjórnandi fræðslumála og skólaþjónustu

Fjarðabyggð leitar að metnaðarfullum og framsýnum leiðtoga í starf stjórnanda fræðslumála og skólaþjónustu.

Stjórnandi fræðslumála og skólaþjónustu er faglegur leiðtogi í skóla- og fræðslumálum sveitarfélagsins og ber rekstrarlega ábyrgð á fræðslumálum og þróun þeirra í sveitarfélaginu. Hann er yfirmaður skólastjórnenda leik-, grunn-, og tónlistarkóla ásamt og skólaþjónustu sveitarfélagsins.

Stjórnandi fræðslumála og skólaþjónustu er með fasta starfsstöð á skrifstofu fjölskyldusviðs á Reyðarfirði og er einn þriggja stjórnenda á fjölskyldusviði sem heyrir undir sviðstjóra fjölskyldusviðs.

Um er að ræða spennandi starf í öflugu skólasamfélagi sem er í mikilli þróun.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Fer með faglega og rekstrarlega ábyrgð á fræðslumálum og skólaþjónustu í sveitarfélaginu og stuðlar að metnaði og fagmennsku í skólastarfi. 
  • Leiðtogahlutverk sem yfirmaður stjórnenda leik-, grunn og tónlistarskóla sveitarfélagsins og skólaþjónustu. 

  • Ábyrgð á framkvæmd og skipulagi skólaþjónustu í nánu samstarfi við aðra stjórnendur fjölskyldusviðs með áherslu á eflingu forvarna og ráðgjafar á öllum skólastigum.
  • Umsjón með gerð og eftirfylgni fjárhagsáætlana, auk starfs- og framkvæmdaáætlana sem fræðslunefnd fjallar um.  
  • Stýrir skipulagning og mótun fræðslustarfs og skólaþjónustu með áherslu á breytingastjórnun.  
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun í menntun og kennslufræðum er áskilin
  • Menntun eða reynsla á sviði stjórnsýslu sveitarfélaga er æskileg
  • Framúrskarandi þekking og reynsla af stjórnun
  • Þekking og reynsla af breytingastjórnun
  • Þekking á lögum og reglugerðum sem tengjast fræðslumálum sveitarfélaga
  • Reynsla af stefnumótun og áætlanagerð  
  • Góð samskiptahæfni, leiðtogahæfni og þjónustulund
  • Frumkvæði, sjálfstæði, góð skipulagshæfni og færni til að vinna í hóp
  • Góð íslenskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
Auglýsing birt28. nóvember 2024
Umsóknarfrestur23. desember 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýsla
Starfsgreinar
Starfsmerkingar