Stjórnandi alþjóðateymis velferðarsviðs
Velferðarsvið leitar að öflugum og framsýnum stjórnanda til að leiða alþjóðateymi sviðsins í nýju skipulagi. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf í starfsumhverfi þar sem reynir á stjórnunar-, rekstrar-, skipulags- og samskiptahæfni.
Teymið ber ábyrgð á þjónustu til einstaklinga, barna og fjölskyldna af erlendum uppruna, veitir faglega forystu og leiðir umbætur. Verkefni teymisins eru meðal annars stuðningur og þjónusta við flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd, stuðla að virkri þátttöku þeirra í samfélaginu með það að markmiði að koma í veg fyrir einangrun fólks af erlendum uppruna.
Teymi alþjóðamála vinnur þvert á borgina og er staðsett á Suðurmiðstöð í Breiðholti.
Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf í starfsumhverfi þar sem reynir á stjórnunar-, rekstrar, skipulags- og samskiptahæfni.
Í samræmi við mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar og velferðarstefnu er lögð áhersla á að starfsstaðir velferðarsviðs endurspegli margbreytileika samfélagsins. Við hvetjum því fólk af öllum kynjum, fatlað fólk og fólk með fjölbreyttan menningarlegan bakgrunn til að sækja um starfið.
Helstu verkefni og ábyrgð
Ábyrgð á þjónustu til einstaklinga, barna og fjölskyldna af erlendum uppruna og aðlögun þeirra að íslensku samfélagi.
Ábyrgð á samningum við félagsmálaráðuneytið og Vinnumálastofnun vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd og samræmda móttöku flóttafólks.
Ábyrgð á fjármála- og rekstrarlegum þáttum tengdum málaflokknum, þ.m.t. húsnæðismál.
Yfirsýn og utanumhald með tölfræði í samstarfi við teymi árangurs- og gæðamats.
Ábyrgð á þróun og nýbreytni í þjónustunni.
Leiðbeiningar og ráðgjöf til starfsfólks og stjórnenda á miðstöðvum Reykjavíkurborgar varðandi aðgengi erlendra íbúa að þjónustu.
Ábyrgð á samstarfi við fagskrifstofur velferðarsviðs, miðstöðvar, önnur svið Reykjavíkurborgar, stofnanir og ráðuneyti.
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun auk framhaldsmenntunar sem nýtist í starfi.
Farsæl og umfangsmikil rekstrar- og stjórnunarreynsla.
Þekking og reynsla af þjónustu við einstaklinga, börn og fjölskyldur af erlendum uppruna.
Þekking á lagaumhverfi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd.
Framúrskarandi skipulagshæfni, metnaður, frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
Þekking á stjórnsýslu sveitarfélaga og ríkis.
Leiðtogahæfileikar og hæfni í mannlegum samskiptum.
Íslenskukunnátta C1 (samkvæmt samevrópskum tungumálaramma).
Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.