Steypustöðin
Steypustöðin
Steypustöðin

Steypupantanir og sala

Steypustöðin leitar að sterkum og skipulögðum einstaklingi. Ef þú hefur gaman af fjölbreytni og því að takast á við nýjar áskoranir, þá gæti þetta verið rétta starfið fyrir þig.

Starfið er fjölbreytt og felst meðal annars í því að stýra steypuafgreiðslu og afgreiða steypu til viðskiptavina. Þú munt taka niður steypupantanir, skipuleggja útkeyrslu og sjá um sölu á steyputengdum vörum og þjónustu fyrirtækisins. Við leitum að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi til að bætast í okkar góða teymi. Þú þarft að vera tilbúinn að takast á við nýjar og fjölbreyttar áskoranir í góðum hópi.

Kostur er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Verkstjórn í steypuafgreiðslu í Reykjavík
  • Samskipti við viðskiptavini og veita framúrskarandi þjónustu
  • Móttaka og skráning steypupantana
  • Skipulagning steypuafgreiðslu og útkeyrslu
  • Sala á steypuvörum og þjónustu 
  • Samvinna aðra deilidir fyrirtækisins
  • Fylgja öryggisreglum og stuðla að öruggu vinnuumhverfi
  • Önnur tilfallandi störf í samstarfi við yfirmann
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Þekking á steypuframleiðslu er kostur
  • Reynsla af sölu- og þjónustustörfum er kostur
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði
  • Vinnuvélaréttindi er mikill kostur
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Sjálfstæði og frumkvæði í starfi
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvæðni
Fríðindi í starfi
  • Hádegismatur
  • Fjölbreytt verkefni
  • Námskeið og fræðsla
  • Jákvætt og hvetjandi vinnuumhverfi
  • Líkamsræktarstyrkur
Auglýsing birt18. febrúar 2025
Umsóknarfrestur25. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Malarhöfði 10, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.ÚtkeyrslaPathCreated with Sketch.Vöruflutningar
Starfsgreinar
Starfsmerkingar