

Starfsþróunarár ljósmæðra 2025-2026
Lausar eru til umsóknar stöður ljósmæðra á starfsþróunarári í barneignarþjónustu á Landspítala, á fæðingarvakt (23B), meðgöngu-og sængurlegudeild (22A) og meðgönguvernd, fósturgreiningu og bráðaþjónustu (22B).
Á deildunum er veitt fjölbreytt þjónusta á meðgöngu, í fæðingu og eftir fæðingu. Einnig er veitt bráðaþjónusta í tengslum við barnsburð og sjúkdóma í kvenlíffærum.
Störfunum fylgir skipulagt starfsþróunarár þar sem veitt er fræðsla á fjölbreytilegu formi ásamt stuðningi í starfi. Ráðningartími er 1 ár og er ráðið í störfin frá 1. september 2025 og er starfshlutfall 80-100%. Skipulögð starfsþróun er 10% starfshlutfall. Ráðningastaður er skv. nánara samkomulagi.
Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er 36 stundir og getur enn orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.






















































