
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Við rekum fimmtán heilsugæslustöðvar í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Mosfellsumdæmi, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði, þar sem við veitum samræmda þjónustu.
Einnig sjáum við um sérþjónustustöðvarnar: Heimahjúkrun í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og Mosfellsumdæmi, Geðheilsumiðstöð barna, Göngudeild sóttvarna, Geðheilsuteymi HH austur, Geðheilsuteymi HH vestur, Geðheilsuteymi HH suður, Geðheilsuteymi Taugaþroskaraskanna, Geðheilsuteymi fangelsa, Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna, Samhæfingastöð krabbameinsskimanna, Upplýsingamiðstöð, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu auk stoðþjónustu á skrifstofu.
Heilsuvera er samstarfsverkefni okkar og Embættis landlæknis. Þar er hægt að hafa samskipti við starfsfólk heilsugæslustöðvanna og fræðast um heilsu og áhrifaþætti hennar.
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur á að skipa sérhæfðu og metnaðarfullu starfsfólki sem vinnur í hvetjandi og áhugaverðu starfsumhverfi þar sem frumkvæði og sjálfstæði þeirra fær að njóta sín.
Starfsfólk heilsugæslunnar vinnur að því að veita íbúum höfuðborgarsvæðisins aðgengilega, samfellda og alhliða heilsugæsluþjónustu. Þjónustan byggir á sérþekkingu og víðtæku þverfaglegu samstarfi.

Starfsnám til sérfræðiviðurkenningar-hjúkrunarfr. /ljósmæður
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins auglýsir eftir metnaðarfullum hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum í launað starfsnám til sérfræðiviðurkenningar. Starfsnámið er einstaklingsmiðað og stendur yfir í 24 mánuði. Áætlað er að starfsnámið hefjist í lok september 2023 eða eftir nánara samkomulagi.
Markmið starfsnámsins er að efla og bæta klíníska færni og þekkingu verðandi sérfræðiljósmæðra og sérfræðinga í hjúkrun. Ljósmæður og hjúkrunarfræðingar fá þjálfun í fræðilegum vinnubrögðum og reynslu í hlutverki sérfræðings á sérsviði undir handleiðslu sérfræðings á því sviði. Ef þú hefur áhuga á aukinni þekkingu á klínísku sérsviði og framþróun í starfi þá hvetjum við þig til að sækja um.
Helstu verkefni og ábyrgð
Sinnir almennum og sérhæfðum klínískum störfum á einni eða fleiri starfsstöðvum HH.
Þróar meðferð og umönnun í samræmi við klínískar áherslu starfsnámsins.
Stuðlar að og tekur þátt í þverfaglegri samvinnu og hefur frumkvæði að nýjungum í meðferð eftir því sem við á.
Veitir ráðgjöf og fræðslu til sjúklinga, aðstandenda eða starfsmanna tengda sínu sérsviði.
Leggur fram námsáætlun og gerir reglulega grein fyrir framvindu starfsnámsins.
Tekur þátt í reglubundnum umræðutímum og ígrundunum.
Menntunar- og hæfniskröfur
Íslenskt hjúkrunarleyfi eða ljósmóðurleyfi
Meistarapróf sem uppfyllir skilyrði reglugerðar um hjúkrunarfræðinga nr. 512/2013 með síðari breytingum og/eða reglugerðar um ljósmæður nr. 1089/2012.
Áhugi og metnaður til að þróa sérfræðiþekkingu á tilteknu sviði hjúkrunar- eða ljósmóðurfræði.
Sjálfstæði í starfi, skipulagshæfni og öguð vinnubrögð
Mikil hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
Reynsla og áhugi á teymisvinnu
Íslenskukunnátta og góð almenn tölvukunnátta
Auglýsing stofnuð22. maí 2023
Umsóknarfrestur8. júní 2023
Starfstegund
Staðsetning
Álfabakki 16, 109 Reykjavík
Hæfni
FrumkvæðiHjúkrunarfræðingurJákvæðniMetnaðurSamvinnaSjálfstæð vinnubrögðSkipulag
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (9)

Sálfræðingur - Geðheilsuteymi austur
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins Reykjavík 16. júní Hlutastarf (+1)

Hjúkrunarfræðingur - HH Grafavogi
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins Reykjavík 12. júní Hlutastarf (+1)

Hjúkrunarfræðingur - Heilsubrú HH
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins Reykjavík 12. júní Hlutastarf (+1)

Hjúkrunarfræðingur óskast í öflugan samstarfshóp
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins Seltjarnarnes 12. júní Fullt starf

Sérfræðingur í heimilislækningum -Seltjarnarnesi og Vesturbæ
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Sálfræðingur barna og unglinga
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins Seltjarnarnes 12. júní Fullt starf

Hefur þú ástríðu fyrir hjúkrun?
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins Reykjavík 6. júní Hlutastarf (+1)

Ljósmóðir - Heilsugæslan Efstaleiti
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins Reykjavík 5. júní Fullt starf

Hefur þú ástríðu fyrir hjúkrun?
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins Reykjavík 9. júní Fullt starf
Sambærileg störf (12)

Hjúkrunarfræðingar
Vinnumálastofnun Reykjavík 16. júní Fullt starf

Teymisstjóri í heimahjúkrun
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) Reykjanesbær 19. júní Tímabundið (+1)

Ljósmóðir á meðgöngu- og sængurlegudeild
Landspítali Reykjavík 16. júní Hlutastarf

Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar - Afleysing í eitt ár.
Hrafnista Reykjavík 4. júní Fullt starf

Söluráðgjafi
Stoð Reykjavík 7. júní Fullt starf

Hjúkrunarfræðingur á vöknun í Fossvogi
Landspítali 16. júní Hlutastarf

Hjúkrunarfræðingur - HH Grafavogi
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins Reykjavík 12. júní Hlutastarf (+1)

Sérfræðingur á fjármálasviði
Arctic Adventures Reykjavík 8. júní Fullt starf

Yfirljósmóðir/deildarstjóri meðgönguverndar, fósturgreininga...
Landspítali
Múrari
Langeldur ehf Fullt starf

Hjúkrunarfræðingar / hjúkrunarfræðinemar
Heilsuvernd Vífilsstaðir Garðabær Fullt starf (+2)

Sjúkraliðar
Heilsuvernd Vífilsstaðir Garðabær Fullt starf (+3)
Má bjóða þér smákökur? Alfreð notar vafrakökur til að greina umferð um vefinn og bæta upplifun þína. Sjá meira.