Sveitarfélagið Árborg
Sveitarfélagið Árborg
Sveitarfélagið Árborg

Starfsmenn á heimili fyrir börn

Sveitarfélagið Árborg óskar eftir starfsmönnum á heimili fyrir börn. Helstu markmið þjónustunnar er að auka lífsgæði barna, þátttöku þeirra í samfélaginu og bæta líðan þeirra. Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og barnasáttmálinn eru grunnstoðir starfseminnar.

Leitað er að öflugum starfsmönnum í vaktavinnu í sólarhringsþjónustu.

Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 12.000 íbúar og starfa um 1000 manns hjá sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að skapa starfsumhverfi sem stuðlar að vellíðan og árangri þar sem starfað er af fagmennsku og góðum ásetningi með hag sveitarfélagsins að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Faglegt starf með börnum með fjölþættan vanda 

  • Einstaklingsmiðuð persónuleg þjónusta 

  • Aðstoð og stuðningur við börnin í daglegu lífi 

  • Fjölskyldumiðuð þjónusta 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Þroskaþjálfa- félagsliða- sjúkraliða eða önnur menntun sem nýtist í starfi 

  • Þekking og reynsla af starfi með börnum með fatlanir er kostur 

  • Sveigjanleiki og aðlögunarhæfni 

  • Jákvæð og góð þjónustulund 

  • Íslenskukunnátta skilyrði 

  • 20 ára aldurstakmark 

Auglýsing birt30. október 2024
Umsóknarfrestur15. nóvember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Vallholt 27, 800 Selfoss
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar