Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla Höfuðborgarsvæðisins

Starfsmaður viðhaldsstarfa fasteignaþjónustu

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, HH, leitar að jákvæðum og öflugum starfsmanni í umsjón og viðhald á starfsstöðum HH.

HH er næst stærsta heilbrigðisstofnun landsins þar sem starfa um 1.000 starfsmenn. Starfræktar eru 15 heilsugæslustöðvar en auk þess eru 8 starfsstöðvar á sviði geðheilsu og 8 aðrar starfsstöðvar á sviði sérþjónustu víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. Óskað er eftir starfsmanni viðhaldsstarfa til að þjónusta starfsstöðvar HH í nánu samstarfi við aðra starfsmenn á sviði eigna og innkaupa.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fljótlega eða eftir nánara samkomulagi.

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitast við að hafa í sínum röðum framúrskarandi starfsfólk á sínu fagsviði sem nýtir þekkingu sína og færni í að veita sem bestu þjónustu. Við hvetjum því öll til að sækja um starfið.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Almenn viðhaldsvinna
  • Flutningar, uppsetningar og samsetningar á innanstokksmunum, innréttingum og öðru sambærilegu á starfsstöðvum HH
  • Eftirfylgni með góðu aðgengi góðri ásýnd starfsstöðva HH
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Sveinspróf í iðngrein æskileg
  • Bílpróf
  • Hæfni og reynsla til að sinna almennu viðhaldi fasteigna
  • Framúrskarandi samskiptahæfileikar, rík þjónustulund og jákvætt hugafar
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum og hæfni til að geta skipulagt og forgangsraðað verkefnum 
  • Góð almenn tölvukunnátta 
  • Íslenskukunnátta æskileg og/eða góð almenn enskukunnátta
Auglýsing birt26. september 2024
Umsóknarfrestur9. október 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnskaMeðalhæfni
ÍslenskaÍslenskaGrunnfærni
Staðsetning
Álfabakki 16, 109 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.HúsasmíðiPathCreated with Sketch.HúsgagnasmíðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MúraraiðnPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.PípulagnirPathCreated with Sketch.RafvirkjunPathCreated with Sketch.Samskipti í símaPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Skipulag
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar