Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Velferðasvið ber ábyrgð á áætlanagerð, samhæfingu og samþættingu verkefna á sviði velferðarþjónustu, eftirliti í samræmi við lög, reglur, samþykktir og pólitíska stefnu í velferðarmálum, mat á árangri og þróun velferðarþjónustu og nýrra úrræða og gerð þjónustusamninga um framkvæmd þjónustunnar. Velferðarsvið býr Reykjavíkurborg ennfremur undir að taka við nýjum velferðarverkefnum frá ríki svo sem í málefnum fatlaðra, öldrunarþjónustu og heilsugæslu.
Velferðarsvið ber ábyrgð á framkvæmd þjónustu á sviði velferðarmála, þar með talinni félagsþjónustu fyrir alla aldurshópa og barnavernd. Velferðarsvið ber ábyrgð á rekstri þjónustumiðstöðva Reykjavíkurborgar og starfseininga sem undir þær heyra. Velferðarsvið vinnur með velferðarráði og barnaverndarnefnd og sinnir málefnum þeirra. Þjónustumiðstöðvar vinna með hverfaráðum í hverfum borgarinnar.
Velferðarsvið sér einnig um rekstur miðlægrar velferðarþjónustu þvert á borgina, átaksverkefna vegna endurhæfingar fólks, heildstæðu forvarnastarfi í Reykjavík, inntöku í húsnæðis- og búsetuúrræði, rekstur hjúkrunarheimila, rekstur framleiðslueldhúss og rekstur heimahjúkrunar í Reykjavík samkvæmt samningi við ríkið þar um.
Starfsmaður við umönnun í dagþjálfun Esjutúni
Vesturmiðstöð auglýsir lausa til umsóknar stöðu starfsmanns við umönnun í dagþjálfun Esjutúni. Um er að ræða sérhæfða dagþjálfun fyrir fólk með heilabilun.
Markmið starfsins eru að rjúfa félagslega einangrun og viðhalda/auka getu og færni einstaklingsins eins og kostur er.
Um dagvinnu er að ræða. Starfshlutfall er 45%. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Að vera til staðar og að vera vakandi fyrir þörfum þjónustuþega.
- Að aðstoða fólk með athafnir daglegs lífs.
- Virkja frumkvæði og sköpun hvers og eins.
- Að taka þátt í skipulögðu félagsstarfi.
- Ýmis störf sem kunna að verða falin af yfirmanni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla og áhugi á að starfa með fólki
- Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
- Jákvætt viðmót og góð samstarfshæfni
- Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnu
- Íslenskukunnátta á stigi A2-B1 (í samræmi við samevrópskan tungumálaramma)
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar
Fríðindi í starfi
- Samgöngustyrkur
- Heilsustyrkur
- Menningarkort Reykjavíkur
- Frítt í sundlaugar Reykjavíkur
Auglýsing birt22. nóvember 2024
Umsóknarfrestur13. desember 2024
Tungumálahæfni
Íslenska
MeðalhæfniNauðsyn
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (6)
Hjúkrunarstjóri í heimahjúkrun í Vesturmiðstöð
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Teymisstjóri á skammtímadvöl Árlandi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Sjúkraliði í heimahjúkrun
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Hjúkrunarfræðingur í SELMU-teymi
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Umönnun Droplaugarstaðir
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Öflugur teymisstjóri á íbúðakjarna fyrir fatlað fólk
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Sambærileg störf (12)
Starf á heimili fyrir fatlað fólk
Skrifstofa starfsstöðva og þróunar
Starfsfmaður á heimili fyrir fatlað fólk
Hafnarfjarðarbær
Starfsmaður - Frístund
Seltjarnarnesbær
Staða sjúkraliða við Grunnskóla Reyðarfjarðar
Fjarðabyggð
Umönnun Droplaugarstaðir
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Óska eftir hressum húmoristum í teymið mitt!
NPA miðstöðin
Starfsmaður í dagþjálfun - Maríuhús
Skjól hjúkrunarheimili
Starfsfólk í sérhæfða dagþjálfun Roðasala
Kópavogsbær
Aðstoðarmaður Iðjuþjálfa - Laugarás
Hrafnista
Hlutastarf í Breiðholtinu
NPA miðstöðin
Spennandi starf í nýjum búsetukjarna fyrir fólk með fötlun
Velferðarsvið Mosfellsbæjar - Búsetukjarnar
Aðstoðarkona óskast til starfa
Heiða slf