
Eir hjúkrunarheimili
Eir hjúkrunarheimili í Grafarvogi tók til starfa árið 1993. Eir tryggir umfangsmikla og fjölbreytta starfsemi fyrir lasburða eldri borgara og er meðal stærstu hjúkrunarheimila landsins með samtals 185 pláss. Unnt er að bjóða sérlausnir fyrir ýmsa hópa svo sem aðstöðu fyrir blinda og sjónskerta hjúkrunarsjúklinga, einstaklinga með heilabilun á öllum stigum svo sem dagdeildir og heimilisdeildir. Á Eir er líka endurhæfingardeild þar sem einstaklingum frá Landspítala býðst endurhæfing eftir heilsufarsáföll. Á endurhæfingardeildinni hefur náðst frábær árangur þar sem yfir 90% skjólstæðinga útskrifast heim.
Hjá okkur starfar öflugur og fjölbreyttur hópur starfsfólks með fjölbreytta menntun og starfsreynslu að baki.
Ef þú vilt bætast í teymið okkar, sendu okkur þá umsókn !

Starfsmaður óskast í framleiðslueldhús
Starfsmaður óskast tímabundið í framleiðslueldhús Eirar. Starfshlutfall er 80%. Um er að ræða tímabundið starf í vaktavinnu frá miðjun desember fram yfir sumarið 2024. Unnið er aðra hverja helgi og á móti er frí í miðri viku. Ef þú ert matráður, vanur eldhússtörfum eða hefur áhuga á að vinna fjölbreytt störf í eldhúsi þá er þetta fyrir þig.
Eldhúsið er staðsett að Hlíðarhúsum 7, 112 Reykjavík og er miðlægt framleiðslueldhús Eirar, Skjóls og Hamra hjúkrunarheimila og öryggisíbúða í Eirarhúsum og Eirhömrum. Boðið er upp á fjölbreyttan og hollan heimilismat í mötuneytum fyrir íbúa hjúkrunarheimilanna, öryggisíbúðanna sem og fyrir starfsmenn og gesti.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Almenn aðstoð í eldhúsi
- Undirbúningur á matar- og kaffitímum
- Tiltekt, þrif og uppvask í eldhúsi og matsal
Menntunar- og hæfniskröfur
- Jákvæðni
- Góð samskiptahæfni og rík þjónustulund
- Stundvísi
- Góð íslenskukunnátta
- Geta til að vinna í hóp
Auglýsing birt1. desember 2023
Umsóknarfrestur10. desember 2023
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Hlíðarhús 7, 112 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
EldhússtörfJákvæðniStundvísiÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Tanntæknir- aðstoðamaður tannlæknis - ofur duglegur raðari með skipulagshæfileika
Tannlæknastofa Kópavogs

Laus störf í íþróttamiðstöðinni Mýrinni í Garðabæ
Garðabær

Kokkur á Brasseri Ask
Lux veitingar ehf.

Cleaning jobs in Keflavik
Nostra

Lundry and Cleaning jobs in Reykjavík
Nostra

Reykjanes: Meiraprófsbílstjóri -sumarstarf / C truck driver - summerjob
Íslenska gámafélagið

Starfsmaður í býtibúr á taugalækningadeild
Landspítali

Móttökuritari á tannlæknastofu
Tannréttingar sf

AFS á Íslandi leitar að öflugum markaðs- og tengslastjóra samtakanna
AFS á Íslandi

Þrif í Hvammsvík / Housekeeper in Hvammsvík
Hvammsvík Sjóböð ehf

Gæludýr.is AKUREYRI - helgarstarf
Waterfront ehf

Support & Cleaning Agent - Keflavík
Indie Campers