Veritas
Veritas

Starfsmaður notendaþjónustu í kerfisstjórateymi

Veritas leitar að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi til að sinna notendaþjónustu í tæknimálum. Viðkomandi mun starfa í samhentu teymi sem ber ábyrgð á rekstri, þróun og eflingu tæknilegra innviða Veritas og dótturfélaga. Ef þú hefur brennandi áhuga á tæknilausnum og hefur framúrskarandi þjónustulund gæti þetta verið starfið fyrir þig.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Veita faglega og skilvirka þjónustu við notendur
  • Umsýsla og stuðningur í Microsoft umhverfi
  • Uppsetning, rekstur og viðhald á endabúnaði
  • Gerð leiðbeininga og skjölun á þjónustuferlum
  • Aðkoma að kerfisstjórnun og þátttaka í þróunar- og þjónustuverkefnum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi
  • Framúrskarandi samskiptahæfni, frumkvæði og þjónustulund
  • Þekking á Microsoft notendalausnum (t.d. Microsoft 365, Teams) er kostur
  • Vilji og hæfni til að tileinka sér nýjungar og breytingar
  • Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
  • Geta til að halda yfirsýn og vinna undir álagi
Auglýsing birt3. mars 2025
Umsóknarfrestur16. mars 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Hörgatún 2, 210 Garðabær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar